fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Íslendingarnir sem „meikuðu“ það án menntunar

Fókus
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku tók DV saman helstu dúxa sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í gegnum árin. Eins og vænta mátti höfðu þeir allir komið ár sinni vel fyrir borð. Það er þó ekki sagt að menntunarleysið sé hamli framgangi fólks í lífinu. DV tók því saman þjóðþekkta Íslendinga sem hafa látið skyldunámið duga.

Þrír alþingismenn hafa aðeins lokið grunnskólaprófi. Það eru Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson, Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna. Ásmundur og Helgi Hrafn eru á sínu öðru kjörtímabili sem alþingismenn en Lilja Rafney á sínu þriðja.

Helgi Hrafn Gunnarsson
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Ásmundur Friðriksson.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, er annað dæmi um stjórnmálamann sem gekk ekki menntaveginn. Reyndar er Jón marghamur og því ef til vill ósanngjarnt að setja hann undir hatt stjórnmálanna. Undanfarið hefur Jón tekið upp þráðinn að nýju varðandi framleiðslu á skemmtiefni. Hann var einn af höfundum áramótaskaupsins, stendur fyrir útvarpsþáttunum Tvíhöfða á RÚV og stígur á svið með uppistand víða um bæ.

Jón Gnarr er smekkmaður, eða hvað?

 

Óhætt er að fullyrða að kjaramál verði áberandi í þjóðfélagsumræðunni á næstunni. Tveir verkalýðsleiðtogar luku eingöngu grunnskólanámi, en það eru þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson
Sólveig Anna Jónsdóttir

Einn fremsti rappari þjóðarinnar er án efa Gísli Pálmi Sigurðsson. Lítið hefur farið fyrir kappanum undanfarin misseri og bíða aðdáendur spenntir eftir meira efni. Gísli Pálmi er einn þeirra sem fetuðu ekki menntaveginn en hefur ekki látið það stöðva sig í að gera það sem stendur hjarta hans næst og hljóta aðdáun fyrir.

Gísli Pálmi Sigurðsson

Þórhall „Ladda“ Sigurðsson þarft vart að kynna en hann hefur komið víða við á ferli sínum sem spannar fimm áratugi. Hann er ef vill þekktastur sem leikari og skemmtikraftur en hann hefur einnig látið til sín taka sem söngvari, tónskáld, handritshöfundur og síðast en ekki síst sem myndlistarmaður. Laddi lauk aldrei leiklistarnámi en í ævisögu sinni Laddi sem kom út árið 1991 rifjar hann upp stopula skólagöngu í leiklistardeild UCLA í byrjun níunda áratugarins.

Bubbi Morthens, einn fremsti tónlistarmaður þjóðarinnar, hlaut sína menntun í skóla lífsins en að loknum grunnskóla tók við verbúðalíf og ýmis önnur störf áður en hann haslaði sér völl á tónlistarsviðinu. Bubbi hefur áður greint frá því í viðtölum að hann sé skrifblindur en honum gekk að eigin sögn „hræðilega“ í barnaskóla. Styrkleikar hans hafa augljóslega fengið að njóta sín á öðrum sviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir