Peter Jackson leikstjóri Hringadróttinssögu mun leikstýra mynd um Bítlana.
Myndin mun fjalla um upptökuferli síðustu plötu Bítlanna Let it Be, en Jackson mun notast við 55 klukkustundir af áður óséðu efni sem tekið var upp árið 1959. Upphaflega stóð til að gera heimildarmynd fyrir sjónvarp, en efnið var notað fyrir kvikmyndina Let it be, sem kom út árið 1970 og vann hún Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina.
Í yfirlýsingu frá Jackson segir hann að það sé „langþráður draumur Bítlaaðdáenda að vera eins og fluga á vegg hjá fjórmenningunum.“
Myndin verður eins og að fara í tímavél til ársins 1969, sitja í upptökuverinu og fylgjast með fjórum vinum búa til frábæra tónlist saman. „Það er frábært að fylgjast með þeim vinna saman,“ segir Jackson, „auðvitað er eitthvað drama samt sem áður.“