Greta Salóme gaf út nýtt lag fyrir helgi, en það var frumflutt í þætti Sigga Gunnars á K100 á föstudag.
Lagið heitir Mess It Up og var tekið upp í Danmörku síðasta sumar. „Lagið var samið í hitabylgju í Kaupmannahöfn síðasta sumar,“ segir Greta, en þar var hún að vinna með danska pródúsentnum Emil Lei.
„Okkur fannst lagið þurfa svolítið beittan texta. Við ákváðum að skrifa texta um manneskju sem er alltaf að klúðra hlutunum, veit af því, varar við því, en hefur engar áætlanir um að breytast.“