Listamaðurinn Ard Gelinck er búinn að mastera Photoshop til að setja saman á bráðskemmtilegan hátt yngri og eldri útgáfu af þekktum listamönnum.
Í þessari seríu hér tökum við fyrir þekkta tónlistarmenn bæði af eldri og yngri kynslóðinni.
Á meðal þeirra sem deilt hafa myndum Gelinck á Facebook er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Vinur hans frá Serbíu sá deilinguna og var eldsnöggur að gera sambærilega mynd af Páli.
„Hann Bojan vinur minn er listamaður og grafískur hönnuður frá Serbíu. Hann sá þennan póst sem ég deildi og ákvað upp á flippið að gera svipaða mynd af mér. Þarna eru 30 ár á milli mynda (1988 og 2018),“ segir Páll Óskar í samtali við Fókus.