fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Hera keyrir í burtu frá gamla lífinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 15:00

Baldvin Z leikstýrði myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hera Björk Þórhalldsdóttir keppir í Söngvakeppninni næsta laugardagskvöld með lagið Moving On. Hera er búin að frumsýna myndband við lagið, sem leikstýrt var af Baldvini Z. Um er að ræða eina töku og er myndbandið vissulega táknrænt og í takti við boðskap lagsins.

„Þið eruð að fara að sjá mig. Nú nenni ég ekki að þykjast lengur. Við ætlum að mæta, við Herurnar, á svið og syngja um okkar samband í gegnum árin og hvernig við erum búnar að komast að samkomulagi um að taka frí frá hvor annarri þegar önnur okkar þarf á því að halda. Þetta er það sem ég er búin að vera að vinna í undanfarin ár – þetta innra samband sem maður á við sjálfan sig og stjórnar manni þegar maður tekur ákvörðun. Maður lætur stjórnast af sinni eigin neikvæðu rödd og hlustar á sína ljótu og niðurbrjótandi raddir. Það myndi enginn vinur, eða jafnvel ókunnugur, segja hluti við mann sem maður segir við sjálfan sig,“ segir Hera og heldur áfram. „Við ætlum að syngja af okkur rassgatið – það er það sem við gerum best. Ég er í raun að gera það sem ég trúi að sé það sem ég eigi að gera fyrir mig. Það er svolítið það sem ég er að bjóða þjóðinni – valkostinn mig í þessu góða partíi,“ sagði Hera í viðtali við DV fyrir stuttu.

Hér má sjá myndbandið frá Heru:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“