fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Hatari vinnur Söngvakeppnina: Tölfræðin segir það

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 14:00

Hatari er framlag Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit Söngvakeppninnar fer fram næstkomandi laugardagskvöld, en fimm flytjendur etja kappi og freista þess að verða fulltrúi Íslands í Eurovision.

Á úrslitakvöldinu stígur Friðrik Ómar fyrstur á svið með lagið Hvað ef ég get ekki elska? Því næst syngur Kristina Bærendsen lagið Mama Said og Tara Mobee er þriðja með Fighting for Love. Hera Björk er fjórða með lagið Moving on og Hatari lokar kvöldinu með laginu Hatrið mun sigra.

Ef rýnt er í úrslit Söngvakeppninnar síðustu tíu ár kemur í ljós að lagið sem lokar úrslitakeppninni hefur oftast unnið og orðið fulltrúi Íslands í Eurovision, eða í fimm skipti af tíu. Í tvö skipti hefur flytjandinn sem stígur þriðji á svið farið með sigur af hólmi en aðeins einu sinni á þessum áratug hefur flytjandinn sem steig fyrstur á svið í úrslitakeppninni unnið. Þá ber að nefna að fjórum sinnum hefur lagið sem lokar keppninni lent í einvíginu, án þess að vinna.

Því eru líkurnar hljómsveitinni Hatara í vil. Friðrik Ómar hefur verið talinn helsti keppinauti Hatara af mörgum, en samkvæmt tölfræðinni á hann ekki mikla möguleika.

Árið 2009

Arnar, Edgar, Sverrir og Ólafur opnuðu úrslitakvöldið með laginu Easy To Fool. Það komst ekki í fyrstu fjögur sætin í úrslitunum. Jóhanna Guðrún steig síðust á svið með lagið Is It True? og fagnaði sigri. Í öðru sæti í úrslitunum var Ingó Verðuguð með lagið Undir regnboganum, en hann steig næstsíðastur á svið í úrslitunum.

Árið 2010

Hera Björk, sem keppir nú, bar sigur úr býtum með lagið Je ne sais quoi, en hún steig seinust á svið í úrslitunum og lokaði úrslitakvöldinu. Jógvan Hansen var í öðru sæti og steig fjórði á svið af sex atriðum.

Árið 2011

Vinir Sjonna komu, sáu og sigruðu eftirminnilega í Söngvakeppninni með lagið Coming Home, en þeir stigu einmitt síðastir á svið í úrslitunum, á eftir lögum sem þóttu sigurstrangleg eins og Nótt með Jóhönnu Guðrúnu og Ég trúi á betra líf með Magna Ásgeirssyni.

Árið 2012

Greta Salóme og Jónsi stigu seinust á sviðið í Hörpu þetta árið með lagið Never Forget, sem vann og voru því Greta og Jónsi fulltrúar Íslands í Eurovision. Stuðsveitin Blár Ópal var í öðru sæti með slagarann Stattu upp sem endaði í öðru sæti af sjö lögum.

Árið 2013

Það var breyting þetta árið þegar að Eyþór Ingi vann með lagið Ég á líf, en hann steig þriðji á sviðið í úrslitakeppninni. Lagið sem lokaði keppninni, Ég syng! flutt af Unni Eggertsdóttur lenti hins vegar í öðru sæti. Bæði lög komust sem sagt í einvígið sem endaði með því að Eyþór Ingi vann.

Árið 2014

Reglan um síðasta sætið sannaði sig hins vegar árið eftir undantekningu Eyþórs Inga, þegar að Pollapönk, sem stigu síðastir á svið í úrslitum, heilluðu þjóðina og unnu keppnina með lagið Enga fordóma. Lagið sem háði einvígi við Pollapönk var Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur. Sigríður Eyrún steig þriðja á svið í úrslitunum, en þess má geta að lagið var svokallað „wild card“-lag.

Árið 2015

Þetta árið voru úrslitin afar óútreiknanleg þar sem lögin tvö sem komust í einvígið, Unbroken með Maríu Ólafs og Once Again með Friðriki Dór, voru fjórða og sjötta í röðinni af sjö flytjendum. Síðasta lagið sem flutt var í úrslitunum var hins vegar Milljón augnablik með Hauki Heiðari Haukssyni. Svo fór að María bar sigur úr býtum í einvíginu og var fulltrúi Íslands í Eurovision.

Árið 2016

Sniðmátið snerist svo algjörlega við árið 2016 þegar að Greta Salóme steig fyrst á svið í úrslitunum með lagið Hear Them Calling, endaði í einvíginu og vann. Í einvíginu keppti hún við lagið Now í flutningi Öldu Dísar Arnardóttur, sem lokaði einmitt úrslitakvöldinu.

Árið 2017

Daði Freyr Pétursson steig seinastur á svið í úrslitunum þetta árið með lagið Is This Love? Hann endaði í einvíginu ásamt Svölu Björgvinsdóttur með lagið Paper, sem steig næstsíðust á svið í úrslitunum af sjö flytjendum. Í einvíginu bar síðan Svala sigur úr býtum.

Árið 2018

Dagur Sigurðsson flutti Í stormi í úrslitum og lokaði keppninni. Hann komst í einvígið og keppti á móti Ara Ólafssyni með lagið Our Choice, sem var þriðja í röðinni í úrslitunum af sex flytjendum. Í einvíginu fór Ari með sigur af hólmi, en ef reglurnar sem nú eru í gildi hefðu verið gildar þá, sem sagt að atkvæði úr úrslitum fylgi keppendum í einvígið, hefði Dagur unnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð