Seinni undankeppni Söngvakeppninnar fer fram í Háskólabíói annað kvöld, laugardagskvöld. Fimm lög keppa um tvö laus sæti á úrslitakvöldinu, en síðasta laugardagskvöld komust flytjendurnir Hatari og Hera Björk áfram.
Nú er búið að raða lögunum niður fyrir kvöldið á morgun, en það er stuðlagið Jeijó, keyrum alla leið með Ella Grill, Skaða og Glym sem hefur tónlistarveisluna. Friðrik Ómar loka síðan kvöldinu með kraftballöðunni Hvað ef ég get ekki elskað?
Hér fyrir neðan má sjá röð keppenda og kosninganúmerið:
Flytjendur: Elli Grill, Skaði og Glymur
Kosninganúmer: 900-9901
Flytjandi: Ívar Daníels
Kosninganúmer: 900-9902
Flytjandi: Heiðrún Anna
Kosninganúmer: 900-9903
Flytjandi: Tara Mobee
Kosninganúmer: 900-9904
Flytjandi: Friðrik Ómar
Kosninganúmer: 900-9905