Atli Fannar Bjarkason, sem landsmenn þekkja úr þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV, á að baki langan feril sem fjölmiðlamaður. Hann var lengi ritstjóri Nútímans og þar áður millistjórnandi í fjölmiðlasamsteypunni 365.
Á Twitter segir hann kostulega sögu af því þegar hann var sendur ásamt öðrum millistjórnendum 365 á Dale Carnegie námskeið. Fjöldi fólks hefur lækað tístið á þó skömmum tíma. „Var einu sinni sendur á Dale Carnegie námskeið ásamt öðrum millistjórnendum á 365. Minnistæðast er þegar leiðbeinandinn sagði að við ættum ekki að gera ráð fyrir hlutunum: „Því hvað er assume? Þá erum við making an ass out of u and me. Ass-u-me.“ Speki sem hefur fylgt mér síðan,“ segir Atli Fannar.
Atli lumar þó á einni sögu í viðbót af þessu námskeiði og er hún síst verri. „Líka mjög áhrifaríkt þegar hún kveikti á kerti og bað okkur um að loka augunum og reyna að slökkva á því með hugarorkunni. Þegar við opnuðum augun og sáum að ekkert hafði gerst brosti hún, sagði að það væri ekki nóg að hugsa, maður yrði að framkvæma og blés svo á kertið,“ segir Atli Fannar.
Líka mjög áhrifaríkt þegar hún kveikti á kerti og bað okkur um að loka augunum og reyna að slökkva á því með hugarorkunni. Þegar við opnuðum augun og sáum að ekkert hafði gerst brosti hún, sagði að það væri ekki nóg að hugsa, maður yrði að framkvæma og blés svo á kertið.
— Atli Fannar (@atlifannar) February 13, 2019