fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Ritdómur um Heltekin: Fágaður reyfari um ofbeldi gegn konum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flynn Berry: Heltekin

Íslensk þýðing: Hermann Stefánsson

Útgefandi: JPV

303 bls.

Þegar Nora ætlar að heimsækja systur sína í lítið enskt sveitaþorp kemur hún að henni látinni, hún hefur verið myrt með hrottafullum hætti og hundur hennar drepinn. Systirin, Rachel, hafði orðið fyrir tilefnislausri og hrottafullri árás mörgum árum áður og sú spurning er áleitin hvort sá árásarmaður hafi aftur verið á ferðinni. Við rannsókn lögreglu á málinu rennur jafnframt upp fyrir Noru að hún þekkti systur sína ekki jafn vel og hún hélt. Grunur fellur á ýmsa nágranna Rachel í þorpinu – og um tíma á Noru sjálfa.

Spennusagan Heltekin er fyrsta bók Flynn Berry en hún hefur nýlokið námi í ritlist í Texas. Sagan er afar vel stíluð, stundum er höfundur jafnvel of upptekinn af því að fanga hugblæ og stemningu með smáatriðalýsingum. Fléttan er flott og gengur vel upp og spenna töluverð. Íslenski textinn flæðir vel og hnökralaust í meðförum Hermann Stefánssonar. Í gegnum atburði sögunnar má lesa þunga ádeilu á ofbeldi gegn konum í nútímanum en hvergi verður vart við predikun eða pólitískan réttrúnaðaráróður – en þetta blasir við að loknum lestri sögunnar: konur eru hvergi óhultar. Ekki nýtt viðfangsefni í spennusögum nútímans en vel unnið úr því hér.

Heltekin er ekki tiltakanlega eftirminnileg saga en vönduð að stíl og uppbyggingu og prýðilega góð afþreying.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Í gær

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna