fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Heimili Kris Jenner er stílhreint, hlýlegt og stórglæsilegt– Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 10:00

Jenner í snyrtiherberginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars tölublaði Architectural Digest sýna mæðgurnar Kris og Kylie Jenner lesendum nýjustu heimili sín, en tvær mismunandi forsíður eru í boði með sitt hvorri Jenner á sínu heimili.

Heimili Kris Jenner er hannað í samstarfi AD100 Waldo Fernandez og mæðginanna Kathleen og Tommy Clements og þar má finna fjölda klassískra húsgagna og hönnunarmuna frá 20 öldinni.

Jenner notar hins vegar fyrra heimili sitt sem sviðsmynd fyrir þættina um Kardashianfjölskylduna.

Heimilið er í Hidden Hills í Los Angeles stutt frá heimilum dætra hennar. Umfjöllunina má finna hér.

Sjá einnig: Heimili Kylie Jenner er bleikt og stórglæsilegt – Sjáðu myndirnar

Eldhúsið er grátt og stílhreint.
Vintage Pierre Jeanneret stólar prýða vinnuaðstöðuna.
Tímarit prýða antíkbekkinn og listaverkið er eftir Hunt Slonem.

„Ég hef safnað húsgögnum og skapað heimili alla mína ævi. Ég hef átt svo margar tegundir af heimilum í svo mismunandi stílum,“ segir Jenner, og hlær þegar hún rifjar upp sum af fyrri heimilum sínum. „Á níunda áratugnum þá leit svefnherbergið mitt út eins og fjólublátt blómaefni hefði ælt yfir það allt.“

Í dag kýs Jenner að halda heimilinu fyrir utan sviðsljósið. „Ég hef ekki jafn gaman af því að fara út og áður. Starf mitt er svo strembið og kaótískt. Ég er alltaf á fullu. Ég vil að heimili mitt sé eins og helgidómur, algjörlega rólegt og friðsælt.“

Jenner kom hönnuðum sínum á óvart með því að útskýra fyrir þeim hvernig hennar hugmynd að heimilinu væri og láta þeim svo alveg eftir að skapa heimilið. „Hún sagði að þetta væri ekki alveg í hennar eðli, en hún treysti okkur fullkomlega til að gera það sem við töldum rétt.“

„Hún er algjör stjórnandi, það er það sem hefur skapað árangur hennar. Hún er ekkert að drolla og hafa áhyggjur. Hún tekur ákvörðun og heldur áfram.“

Listaverk eftir Yoshitomo Nara og sérsmíðað borð og stólar í borðstofunni.
Skúlptúrar eftir François-Xavier Lalanne í garðinum.

Með þægindi og notalegheit að leiðarljósi sköpuðu hönnuðurnir heimili sem samanstendur af einlitum herbergjum með einstökum húsgögnum bólstruðum með silki, flaueli, sauðskinni og öðrum hágæðaefnum. Aðalsvefnherbergið er bjart og opið með aðgengi að sundlauginni og morgunverðarsvæðinu.

Litir poppa fram í nútímalistaverkum sem prýða veggina. „Listaverkin biðu eftir húsi,“ segir Jenner um verkin.

„Kris hefur mjög þroskaðan smekk. Húsið er frábært tækifæri fyrir hana til að sýna ást hennar fyrir listum og hönnun,“ segir Fernandez.

Í setustofunni má finna stól eftir Oscar Niemeye og annan skúlptúr eftir Lalanne.
Sundlaugin.
Stólar og borð eftir Willy Guhl.

„Það er engin samkeppni um hvernig heimili okkar líta út,“ segir Jenner um heimili sitt og barna sinna. „Við erum svo heppin að búa nálægt hvert öðru og við njótum okkar á heimilum hvers annars. Ég er stolt af því að börnin mín hafa uppgötvað eigin persónuleika og ástríðu.“

Jenner er fyrst og fremst þakklát þegar kemur að hennar eigin heimili. „Ég bar fullkomið traust til hönnuðanna. Þegar kom að því að sýna mér heimilið, þá gekk ég inn í húsið og grét. Hvert einasta herbergi vakti gleði hjá mér. Í hverju horni var eitthvað fallegt, eitthvað skemmtilegt. Ég get ekki beðið eftir að koma heim á hverjum einasta degi.“

Heimabíóið.
Marmarabar og listaverk eftir Wes Lang.
Sérsmíðaður arinn prýðir stofuna.
Vintage Jean Royère ljós hangir yfir legubekk frá Jean Prouvé and Charlotte Perriand í svefnherbergi Jenner.
Öll húsgögn í svefnherbergi Jenner eru sérsmíðuð.
Fataskápur Jenner er stórfenglegur.
Aðalbaðherbergið.
Listaverk eftir Sergej Jensen prýðir forstofuna.
Jim Zivic stólar frá Ralph Puccis eru í morgunverðarherberginu.
Jenner í eldhúsinu.

Á YouTube rás Architectural Digest eru einnig reglulega birt myndbönd af heimilum fræga fólksins. Heimilin eiga það flest sameiginlegt að vera einstaklega glæsileg og falleg.

Í nýjasta myndbandinu er litið inn á heimili Kris.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni