Í dag, föstudaginn 1. febrúar kl. 20, opnar Margeir Dire sýninguna Sömuleiðis í Bankastræti 0.
Margeir Dire nam í Myndlistaskólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine Arts í Finnlandi og Instituto Europeo di Design í Barcelona. Hann er þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í allskyns samsýningum og samstarfsverkefnum. Á syningunni er úrval af verkum sem unnin voru í Berlin yfir síðasta ár.
„Ég reyni að vera í stanslausri þróun, að brjóta niður og byggja upp. Þema verkann a eru margþætt og hægt er að finna mismunandi útgöngupunkta í hverju verki,“ segir Margeir.
„Sögur og samhengi sem koma út frá undirmeðvitundinni, alheimsvitundinni, guðdómleika eða hvað sem þú kýst að kalla það. Það eru nokkur atriði sem ég virðist sækja aftur í flestum verkum. Sjálfið, næmni, orka og bylgjutíðnir í kringum okkur og sú sem við gefum frá okkur.“
Sýningin opnar föstudaginn 1. febrúar kl. 20. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 12-18.