fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. desember 2019 19:30

Sönghópurinn Lyrika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sönghópurinn Lyrika var að gefa út svokallaða syrpu fyrir jólin. Sigrún Ósk Jóhannesdóttir, einn meðlimur hópsins, segir frá hvernig Lyrika varð til og hver hugmyndin var á bak við jólasyrpuna.

„Sönghópurinn okkar, Lyrika, er acapella kvartett – sem þýðir að við syngjum án undirleiks. Við kynntumst fyrst sem unglingsstelpur í kórastarfinu í Langholtskirkju, en stofnuðum síðar sönghópinn í tengslum við söngvakeppnina Óðrík Algaula, þegar hluti af okkur var í MH. Það vatt síðan heldur betur uppá sig og höfum við komið fram á alls konar viðburðum síðan, t.a.m. árshátíðum, ráðstefnum og stórum og smáum einkasamkvæmum,“ segir Sigrún Ósk.

„Við leggjum mikla áherslu á að vera frumlegar í því sem við erum að gera og stór liður í því er að gera eigin útsetningar. Acapella formið gefur okkur svolítið frelsi til að skeyta saman lögum og melodíum og þess vegna er svo gaman fyrir okkur að gera syrpur og fléttur.“

Lyrika var að gefa út skemmtilega jólasyrpu sem má horfa á hér að neðan.

„Hugmyndin á bak við jólasyrpuna okkar er í rauninni sú að í desember hafa margir jólaútvarpsstöðvarnar í gangi í bílnum eða við jólaundirbúninginn heima. Oftast eru það sömu lögin sem eru endurtekin aftur og aftur og fólk fær þau á heilann. Ein okkar ákvað að velja nokkur góð og setti saman í þessa skemmtilegu syrpu fyrir fólk til að njóta,“ segir Sigrún Ósk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“