fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Völvuspá DV – Birgitta Haukdal stendur frammi fyrir stórri ákvörðun – Opnar sig um erfið veikindi

Fókus
Þriðjudaginn 31. desember 2019 14:00

Birgitta Haukdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Völvuspá DV fyrir árið 2020 kennir ýmissa grasa, en hér fyrir neðan er stuttur kafli úr spánni. Hér má síðan nálgast aðrir fréttir sem eru unnar upp úr Völvuspánni.

Erfitt hjá Baltasar

„Stjarna Steinunnar Ólínu leikkonu rís hátt á árinu. Hún er að koma upp úr öldudalnum og fer mikinn. Verk eftir hana hittir í mark. Ég sé hana ekki verða útvarpsstjóri, efast um að hún kæri sig nokkuð um það embætti. Ólafur Darri fær stórt hlutverk í kvikmynd erlendis ásamt hlutverki hér heima líka. Hann er enn á uppleið. Hera Hilmars þarf að gæta heilsunnar á árinu og ekki taka að sér of mörg verkefni. Aníta Briem heldur áfram á sínum frægðarferli en tekst á við nýtt verkefni á árinu sem heppnast ljómandi vel. Katrín Halldóra (Ellý) fær nýtt hlutverk í kvikmynd sem á eftir að fara víða um kvikmyndaheiminn. Hún er rétt að byrja. Jóhannes Haukur Jóhannesson þarf að passa að festast ekki í neinu sérstöku hjólfari. Hann þarf að hyggja að mörgu á árinu en margt gengur honum í haginn. Bergur Þór Ingólfsson er á fljúgandi ferð í átt að frægð og frama, honum gengur vel í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur árið 2020. Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur mörg járn í eldinum á árinu en flest gengur vel hjá honum. Nína Dögg Filippusdóttir á enn miklum vinsældum að fagna, tekur að sér mörg stór hlutverk á árinu og slær í gegn með flest sem hún gerir,“ segir hún og lofar Pabbahelgar eins og enginn sé morgundagurinn.

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir.

„Þátturinn Pabbahelgar halda áfram við mikinn almennan fögnuð landsmanna. Það er helst að eldri menn séu hneykslaðir og alls ekki ánægðir með „svona þætti“. Nönnu Kristínu er klappað lof í lófa. Þetta er bara byrjunin á hennar frægð og frama. Við eigum eftir að fylgjast með henni lengi enn.“

Völvan telur víst að við Magnúsi Geir Þórðarsyni taki erfitt verkefni í Þjóðleikhúsinu.

Magnús Geir.

„Nýr þjóðleikhússtjóri reynir að taka til og hreinsa andrúmsloftið. Það er mikið verk en tekst bærilega. Magnús Geir er mikill og góður bisnessmaður en kannski verður þetta verkefni honum ofviða. Það þarf mikla hreinsun í Þjóðleikhúsinu og hún verður sársaukafull.“

Baltasar Kormákur.

Völvan sér Baltasar ganga ágætlega „þótt oft hafi honum gengið betur en nú. Baltasar byrjar að byggja í Gufunesi, það er kvikmyndaver sem á eftir að takast vel með, en ég sé annan taka fljótlega við stjórninni þar. Baltasar þarf að passa vel upp á einkalífið. Eftir skilnaðinn missti hann smá stjórn en þarf að ná henni aftur. Hann verður að passa hverja hann elskar og hverjum hann treystir því það eru margir sem myndu glaðir vilja fella hann. Frægðarsól hans hnígur en það er lognið á undan storminum því Baltasar gefst aldrei upp.“

Veikindi hjá Birgittu

Í heimi rithöfunda er flest samt við sig. Það leiðist völvunni. „Það er aldrei neitt fútt í þessum rithöfundum,“ segir hún og glottir.

„Arnaldur og Yrsa tróna á toppnum með sínar glæpasögur. Arnaldur gerir stóran samning við erlent útgáfufyrirtæki, þar eru miklir peningar og frægð í spilinu. Bjarni Fritzson er á óstöðvandi siglingu með barnabækur sínar um hann Orra Óstöðvandi. Þar er ekkert lát á vinsældum. Gunni Helga gefur út nýja unglingabók sem er ekki síður fyrir fullorðna og verður tilnefnd til verðlauna. Birgitta Haukdal skrifar minna, en sinnir tónlistinni á nýjan leik á árinu. Það örlar á erfiðleikum í einkalífi hennar, jafnvel peningavandræðum. Birgitta þarf að taka stóra ákvörðun á árinu og opnar sig um veikindi sem hafa hrjáð fjölskyldu hennar. Ævar Þór Benediktsson heldur áfram á svipuðum nótum. Hann heldur vinsældum sínum hjá ungu kynslóðinni áfram. Ragnar Jónasson skrifar eina glæpasöguna enn, sú verður hans besta að margra mati. Guðrún Mínervudóttir heldur áfram að semja velheppnaða sögu. Margir fleiri rithöfundar, íslenskir, skrifa mikið, einn slíkur fær eftirsótt verðlaun, norræn. Það kemur nafni hans enn frekar á kortið.“

Birgitta Haukdal.

Hægt er að lesa Völvuspá DV í heild sinni í Völvublaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram