fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Brúðkaup ársins – Þriggja daga veisla í Færeyjum – Mesti glamúrinn á Ítalíu

Fókus
Mánudaginn 30. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir þekktir Íslendingar létu pússa sig saman á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin jafn misjöfn og þau voru mörg. Hér eru nokkur af þeim helstu.

Janúar

Loksins
Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, gekk að eiga knattspyrnukappann Viktor Bjarka Arnarsson í lok janúar. Fögnuðu gestir með hjónunum í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi en Álfrún og Viktor hafa verið saman um margra ára skeið. Samband þeirra hefur getið af sér tvö börn, dreng og stúlku.

Hjón í stuði Álfrún og Viktor gengu loksins í það heilaga. Mynd: Skjáskot Instagram

Maí

Kúnstir á kirkjutröppum
Hagfræðingurinn Dýri Kristjánsson, sem hefur gert garðinn frægan síðustu ár í hlutverki Íþróttaálfsins úr Latabæ, kvæntist unnustu sinni, Ingibjörgu Sveinsdóttur, í Fríkirkjunni í Reykjavík. Dýri byrjaði tíu ára að æfa fimleika hjá Gerplu og hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum. Það var svo árið 2006 sem Latibær fékk Dýra til liðs við sig og kom það því kannski ekki á óvart að Dýri hafi staðið á annarri hendi á kirkjutröppunum áður en hann játaðist Ingibjörgu sinni.

Hraustur Dýri á kirkjutröppunum. Mynd: Skjáskot Instagram

Júní

Brúðkaup ársins
Óumdeilanlegt brúðkaup ársins var þegar að knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson kvæntist Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á Ítalíu. Ekkert var til sparað og skemmtu margir þjóðþekktir einstaklingar langt fram á nótt, þar á meðal Sólmundur Hólm, Bríet, Friðrik Dór, Jökull Júlíusson úr Kaleo, Aron Can og Herra Hnetusmjör. Stjörnurnar streymdu í brúðkaupið sem stóð yfir í nokkra daga.

Á eftir bolta kemur brúðkaup Alexandra og Gylfi.

Þriggja daga veisla
Leikkonan María Ellingsen og ljósmyndarinn Christopher Lund létu pússa sig saman í Færeyjum. Stóðu herlegheitin yfir í þrjá daga að færeyskum sið. María klæddist hvítri útgáfu af færeyska þjóðbúningnum en slörið var saumað hjá Eðalklæðum. Christopher klæddist skoskum Walker Slater-ullarjakkafötum frá Kormáki og Skildi.

Júlí

Sami dagur
Það var mikið um dýrðir daginn sem tvö tónelsk pör gengu í það heilaga; Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason annars vegar og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hins vegar. Salka Sól og Arnar giftu sig í Hvalfirði en Sigga og Kalli í Háteigskirkju.

Hressleiki Brúðhjónin Salka og Arnar með veislustjórunum. Mynd: Skjáskot/Instagram @salkaeyfeld
Líka hjón Sigga og Kalli með börnin. Mynd: Skjáskot Instagram

Ágúst

Skál!
Áhrifavaldurinn Sólrún Diego gekk að eiga sinn heittelskaða, Frans Veigar Garðarsson, við hátíðlega athöfn í ágúst. Eftir athöfnina var blásið til veislu á Grand Hótel þar sem hjónin stigu sinn fyrsta dans við Skál fyrir þér sem sjálfur Friðrik Dór spilaði fyrir brúðhjónin og veislugesti. Þau Sólrún og Frans hafa verið saman um langt skeið og eiga tvö börn saman, drenginn Maron og dótturina Maísól.

Dásamleg stund Sólrún og Frans skera tertuna. Mynd: Skjáskot af Instagram Story @gurryjons

Glóandi
Kokkurinn Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, oft kennd við veitingastaðinn Gló, gengu einnig í það heilaga í ágúst og fögnuðu með vinum og ættingjum. Solla og Elli hafa verið saman um árabil og hafa brallað ýmislegt saman í veitingageiranum.

Nýgift Hamingjustund. Mynd: Skjáskot Instagram @rawsolla

September

Giftu sig í villu
Þorbjörg Alda Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, og Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúi, gengu í það heilaga í villu í ítalska smábænum San Severino Marche. Tobba og Kalli voru umkringd fjölskyldu og vinum er þau játuðust hvort öðru eftir tæplega þriggja ára trúlofun og enn lengra ástarsamband. Kalli og Tobba eiga saman tvær dætur, þær Regínu og Ronju Guðbjörgu, og tóku þær virkan þátt í gleðinni.

Nóg að gera Tobbu og Kalla fellur ekki verk úr hendi. Mynd: Skjáskot Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind tók eftir því að karlmaður í salnum var að stara á hana – „Hann fann mig og hringdi í mig“

Sara Lind tók eftir því að karlmaður í salnum var að stara á hana – „Hann fann mig og hringdi í mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni