fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fókus

Skilnaðir ársins – Tuttugu ára samband á enda – Limur í hættu – Flutti í bílskúrinn hjá mömmu og pabba

Fókus
Sunnudaginn 29. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt mikil ást og gleði hafi ríkt á árinu var einnig eitthvað um að það flosnaði upp úr samböndum. Oft getur það reynst heillaspor þótt sárt sé, en lífið heldur víst áfram.

Kvæðið í kross

Jónína Ben og Gunnar Þorsteinsson, oft kenndur við Krossinn, skildu eftir tæplega tíu ára hjónaband. Þau höfðu búið sér til fallegt heimili í Hveragerði, en eftir skilnaðinn flutti Gunnar til útlanda. Jónína gerði upp skilnaðinn í Facebook-færslu í lok ágúst og skrifaði meðal annars: „Ég hef getað haldið í trúna á Jesú og hann reisir okkur bæði vonandi og gerir lífið léttara. Ég þakka þér daginn Gunnar Þorsteinsson, þetta var æðislegur dagur og veislan skemmtileg. Hver elskar ekki gott partý. Nú er að þrífa upp eftir það!“

Jónína og Gunnar á brúðkaupsdaginn.

Stöngin út

Logi Geirsson, fyrrverandi atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður, skildi við Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur, en þau voru saman í tíu ár. Þau eiga saman tvö börn, soninn Vilberg og dótturina Júlíu.

Logi Geirsson.

Hittust í Hnífsdal

Reynir Traustason, fjölmiðlamaður, rithöfundur og fararstjóri, skildi við eiginkonu sína, Halldóru Jónsdóttur. Reynir og Halldóra hittust fyrst á balli í Hnífsdal árið 1972 en nú er ballið búið. Reynir flutti í kjölfarið til Njarðvíkur og hélt áfram að sinna sínu helsta áhugamáli – fjallgöngum.

Reynir Traustason.

Hjónabandið búið

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á RÚV, og Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Heildar fasteignafélags, fóru hvort í sína áttina á árinu, eftir margra ára samband og þrjú börn. Þau giftu sig árið 2011 í Dómkirkjunni og gaf Karl Sigurbjörnsson biskup þau saman, veislan fór fram á Kjarvalsstöðum.

María Sigrún Hilmarsdóttir.

Tapað – fundið

Leikstjórinn Baltasar Kormákur bæði tapaði og fann ástina á árinu. Hann skildi við eiginkonu sína, Lilju Sigurlínu Pálmadóttur, en þau hafa verið afar áberandi í þjóðlífinu síðan þau rugluðu saman reytum fyrir um tuttugu árum. Meira um nýja ást Baltasars á næstu síðu.

Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir.

Sagði sjálf frá slúðrinu

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta og athafnamaðurinn Elmar Örn Guðmundsson fundu ástina í örmum hvort annars en töpuðu henni jafnharðan. Lína tilkynnti þetta á Instagram. „Þetta er eitt af því sem mér þykir erfitt við að vera „opinber“ manneskja. Að líða eins og ég „þurfi“ að segja frá þessu þrátt fyrir að vilja það alls ekki. Ég veit bara fyrir víst að ef ég segi þetta ekki sjálf þá mun koma slúður og það er eitthvað sem ég vil virkilega koma í veg fyrir.“

Lína Birgitta. DV/Mynd: Hanna

Bæ, bæ og beint í bílskúr

Fegurðardrottningin Anna Lára Orlowska og frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason hættu saman eftir nokkurra ára samband. Í kjölfarið setti Nökkvi íbúð sína á leigu og flutti í bílskúrinn hjá foreldrum sínum.

Anna Lára og Nökkvi Fjalar. Samsett mynd: Instagram

It‘s Oh So Quiet

Söngkonan Björk og rithöfundurinn Sindri Freysson slitu sambandi sínu eftir að hafa vakið mikla athygli á haustmánuðum víða um bæ. Björk er ein okkar ástælasta söngkona og Freyr kunnur fyrir skáldsögu sínar og ljóð.

Björk og Sindri.

„Ég ætla að skera af þér typpið“

Ein athyglisverðustu sambandsslit ársins voru eflaust þegar Heiðdís Rós Reynisdóttir, eða Heiðdís Rós Celebrity MUA, og Farzad Sepahifar, sem Heiðdís kallaði lengi draumaprinsinn sinn, slitu trúlofun sinni fyrir stuttu. Farzad sakaði Heiðdísi um ýmislegt í viðtali við DV og fékk tímabundið nálgunarbann gegn henni. „Þessi kona er svikahrappur, glæpamaður og ofbeldismanneskja og ég trúi ekki að ég hafi ekki komið auga á það fyrr. Eins og svo margir var ég ákveðinn fangi ástarinnar og ákvað að leyfa henni að njóta vafans, fulloft sennilega,“ sagði hann í DV. Þá sakaði hann hana einnig um að reyna að nauðga honum og skera af honum typpið. „Ég ýtti henni frá mér, hljóp frá og þá rauk hún inn í eldhús og sótti hníf. Hún ætlaði að skera af mér typpið. Hún kallaði það hátt, aftur og aftur: „Ég ætla að skera af þér typpið“. Málið er enn rekið fyrir dómstólum.

Heiðdís og Farzad.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?