fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fókus

Pör ársins – Baltasar fann ástina og Sunneva var tekin inn í Engeyjarættina

Fókus
Laugardaginn 28. desember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23 ára aldursmunur

Þær fréttir bárust á vormánuðum að leikstjórinn Baltasar Kormákur væri byrjaður að slá sér upp með listakonunni Sunnevu Ásu Weisshappel. Talsverður aldursmunur er á turtildúfunum eða 23 ár. Þau geisla saman og mættu til að mynda saman á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Berlín fyrir stuttu. Baltasar þarf vart að kynna, en hann hefur gert garðinn frægan síðustu ár sem leikstjóri, bæði hér heima og erlendis. Síðustu verkefni hans eru önnur sería af Ófærð, Hollywood-myndin Adrift og íslenska kvikmyndin Eiðurinn. Listakonan, búningahönnuðurinn og ævintýrastelpan Sunneva Ása Weisshappel hlaut til að mynda Grímuverðlaunin árið 2015 fyrir búninga í sýningunni Njálu og hefur starfað mikið erlendis við búningahönnun með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarssyni, en jafnframt sinnt myndbandagerð og kóreógrafíu fyrir leikhúsverk.

Engeyjarættin kallaði

Þegar byrjaði að hausta all hressilega var samband áhrifavaldsins vinsæla, Sunnevu Einarsdóttur, og ráðherrasonarins Benedikts Bjarnasonar opinberað. Benedikt er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa. Sunneva er með tugi þúsundi fylgjenda á samfélagsmiðlum og er í námi.

Sunneva Einarsdóttir. Mynd: Instagram @sunnevaeinarss

Rikka ástfangin

Fjölmiðlakonan geðþekka Frið­rik­a Hjör­dís Geirs­dótt­ir, betur þekkt sem Rikka, fann ástina í örmum Kára Hallgrímssonar, stjórnanda hjá erlenda bankanum J.P. Morgan. Í kjölfar ástarblossans flutti Rikka út til London til að búa með sínum heittelskaða og hafa þau brallað ýmislegt skemmtilegt saman síðustu mánuði.

Rikka og Kári. Mynd: Skjáskot Instagram

Hraust og hamingjusöm

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir frumsýndi nýjan kærasta í lok sumars. Sá heppni heitir Streat Hoerner og er einnig mikill afreksmaður í crossfit. Eitt hraustasta par heims.

Streat og Katrín. Mynd: Instagram @katrintanja

Fjarást

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leik- og fjölmiðlakona, fann ástina í örmum rithöfundarins Bergsveins Birgissonar. Bergsveinn hefur verið búsettur í Noregi um nokkurt skeið og skrifað nokkrar skáldsögur og ljóðabækur. Steinunn Ólína er ein ástsælasta leikkona landsins og hefur skrifað beitta pistla í Fréttablaðið. Hún var gift leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem lést 21. ágúst 2018 eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Þau eiga saman fjögur börn.

Steinunn Ólína og Bergsveinn Birgisson.

Catalina í klóm ástarinnar

Miðbaugs-Maddaman Catalina Ncogo, sem hefur verið með annan fótinn ytra, nánar tiltekið í Amsterdam, fann ástina á árinu og deildi því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. DV hefur ekki komist að nafni hins heppna en þau íhuga nú barneignir.

Catalina Ncogo

Bryndís og Karl

Þær fréttir bárust í byrjun árs að söngkonan og skemmtikrafturinn Bryndís Ásmundsdóttir væri gengin út, en hún er landsþekkt sem holdgervingur Tinu Turner í mörgum sýningum í gegnum árin. Sá lukkulegi er Karl Magnús Gústafsson.

Bryndís Ásmundsdóttir.

Grallarar

Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir fann ástina í örmum Garðars Kjartanssonar, fyrrverandi veitingamanns og sölufulltrúa hjá Trausti, þegar aðeins var farið að líða á árið. „Við kynntumst í sólinni á Kanarí fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Vigdís í samtali við DV um mitt sumar. Síðan þá hafa turtildúfurnar brallað margt saman og fóru nú síðast á tónleika með Rod Stewart.

Garðar og Vigdís.

Amor heilsaði

Sumarástin blossar víða og náðu ástarörvar Amors að hitta þúsundþjalasmiðinn Vilhelm Anton Jónsson, eða Villa Naglbít, og ljósmyndarann Sögu Sig. Listrænt og fallegt par.

Villi og Saga.

Ást og pólitík

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Magnús Orri Schram, fyrrverandi alþingismaður, staðfestu samband sitt í vetur. Þau hafa bæði verið áberandi í íslensku samfélagi síðastliðin ár. Þórey var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún var dómsmálaráðherra. Magnús Orri er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Þórey og Magnús Orri.

Ljóðrænt

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur hnutu nýverið um hvort annað og ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Sigríður er landsmönnum góðkunn, enda fréttakona á RÚV, en hefur einnig gefið út skáldsögur við góðan orðstír. Jón Kalman er verðlaunahöfundur sem hefur verið iðinn við kolann síðustu ár.

Sigríður og Jón.

„Heppin ég“

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrverandi fegurðardrottning, og Reynir Grétarsson, stofnandi og eigandi Creditinfo Group, opinberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum í nóvember en hafa verið saman um nokkurt skeið. „Heppin ég,“ skrifaði Ragnheiður við mynd af parinu þegar að sambandið var staðfest.

Ragnheiður og Reynir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“