fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Sunneva Einars lærði mikilvæga lexíu í morgun: „Ég þarf bara að lifa með þessari lykt í vetur“

Fókus
Föstudaginn 13. desember 2019 13:30

Sunneva Einarsdóttir. Mynd: Instagram @sunnevaeinarss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það beið óvæntur og mjög leiðinlegur glaðningur fyrir áhrifavaldinn Sunnevu Einars í bíl hennar í morgun. Mikið frost er á höfuðborgarsvæðinu og geymdi Sunneva kassa af orkudrykkjum í bílnum sínum. Í hverjum kassa eru 24 dósir.

Vökvi í dós getur blásið út í frosti og ílátið því sprungið. Eins og Sunneva komst að í morgun.

„Mig langar að vara alla við sem eru með dósir í bílnum,“ segir hún í Instagram Story.

„Þetta var það mikið að kassinn, sem var aftur í, sprakk alla leið fram í. Og bíllinn lyktar eins og ég veit ekki hvað. Ég hef svo engan tíma til að fara með bílinn í þríf. Ég þarf bara að lifa með þessari lykt í vetur. Fokk,“ segir Sunneva.

„Það eru fleiri dósir að springa  einhverstaðar í bílnum mínum. Fokk hvað mér brá, oh my god.“

Síðan snýr hún myndavélinni að hitamæli sem sýnir mínus þrettán gráður.

Þetta er því góð áminning að geyma ekki óopnaðar dósir í bílnum. Hefur þú lent í þessu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gælunafn Markle meðal þjónustufólks konungsfjölskyldunnar

Gælunafn Markle meðal þjónustufólks konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einstök tónlistarveisla haldin til minningar um April Stjörnu

Einstök tónlistarveisla haldin til minningar um April Stjörnu