fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

„Það er pungurinn!“ – Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingimundur Magnússon hét atvinnuráðgjafi á Héraði. Hann var glaðbeittur og kotroskinn og gerði sér far um að kynnast bændum og búaliði í efra og neðra.

Eitt sinn heimsótti hann Magnús Þorsteinsson í Höfn, sem lengi var oddviti og síðar sveitarstjóri í Borgarfjarðarhreppi. Þegar Ingimundur kemur í fjárhúsið blasir við honum stólpagripur og hann segir:

„Það leynir sér ekki að hérna er göfug ættmóðir margra myndarlegra lamba.“

„Ja, það er einn hængur á,“ segir Magnús þá.

„Nú? Hver er hann?“ spyr Ingimundur.

„Það er pungurinn,“ svarar Magnús.

 

Þessi saga er úr bókinni „Það eru ekki svellin“ sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri, í samantekt Gunnars Finnssonar sem lengi var skólastjóri þar. Hér á eftir verður áfram gripið niður í bókina:

 

*

Ný ráðskona kom til Skúla Sveins um sumarmál.  Hún kynnti sig með þessum orðum:
„Ég heiti Sigríður og ég er lesbísk.“
„Ég er það nú líka,“ svaraði Skúli.
Þóttist nú Skúli hafa himin höndum tekið að fá konu til sín af svipaðri gerð.  Leið nú og beið þangað til Sigríður hætti snögglega í vistinni og vissi Skúli ekki gjörla hver ástæðan var.
Hann komst seinna að því að hér hefði orðið skemmtilegur misskilningur.  Skúli var nefnilega lesblindur og hélt að stúlkan væri það líka!

 

*

Steinn Ármann Magnússon, hinn þekkti gamanleikari, á rætur að rekja til Borgarfjarðar, systursonur Þóru Helga og bróðursonur Eika Gunnþórs.

Steinn var eitt sinn að heimsækja gamlan frænda á elliheimili.

„Jæja, hvernig hefurðu það?“

„Ég hef það fínt. Ég fæ Viagra á hverju kvöldi.“

„Ég trúi því nú ekki.“

„Jú. Spurðu bara hjúkkurnar.“

Þær játa.

„Við gefum honum Viagra.“

„Eruð þið eitthvað að misnota gamla fólkið hérna?“ spurði þá

Steinn Ármann hneykslaður.

„Nei, nei. Þetta er bara til þess að hann velti ekki fram úr rúminu á kvöldin.“

 

*

Heiðurshjónin Eiríkur Gunnþórsson og Þóra Helgadóttir í Hafbliki reka trilluútgerð og er Þóra háseti hjá Eika.  Þau stunda einnig íslenskan heimilisiðnað enda blessunarlega laus við alla vínfælni.  Eitt sinn í miðri suðu og allt vellandi og kraumandi í vaskahúsinu vantar skyndilega ílát undir hinn glæra vökva eins og gengur.  Eiki leggst þá undir bununa til að bjarga málum.  Þá kallar Þóra framan úr eldhúsi:
„Fer ekki að vanta ílát, Eiki?“
Þá segir Eiki með hægð undan slöngunni:
„Þetta er ekkert sem ég ræð ekki við!“

 

*

Blómleg byggð var löngum í Brúnavík og þangað kom t.d. fyrsta útvarpstækið í hreppnum.  Sjórinn þar gat verið gjöfull og stundum ekki aðeins fiskur sem úr honum fékkst heldur jafnvel eðalveigar.
Sumarið 1942 er á Borgarfirði kallað „rommsumarið mikla.“
Þá fór mikið af rommkútum í sjóinn af bresku skipi, úti fyrir Austurlandi, og rak þá víða.  Í Brúnavík fóru menn ekki varhluta af þessum gæðum, jafnvel í meira mæli en svo að þeir vildu sitja einir að.  Þeir sendu því einhverjar flöskur til ættingja og vina syðra.  Þarna varð að nota póstþjónustuna en ógjarnan vildu menn að eðli og/eða innihald þessara sendinga spyrðist út – póstmeistarinn auk þess annálaður bindindismaður.
Þarna voru góð ráð dýr en fundust þó.
Í Brúnavík hafði hin skaftfellska Grasa-Þórunn, Þórunn Gísladóttir (1846-1937), búið í upphafi 20. aldar og afkomendur hennar lengi eftir það.
Grasalækningalistin var auk þess kunn í ættinni syðra.
Því vöktu flöskur úr Brúnavík, merktar „Grasavatn“ engar grunsemdir!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“