fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Spurning vikunnar – Handa hverjum er erfiðast að kaupa jólagjöf?

Fókus
Sunnudaginn 1. desember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin eru á næsta leiti og ekki seinna vænna að fara að huga að gjöfum fyrir ástvini. Valið getur oft verið hin mesta þraut, flest viljum við vanda valið vel svo gjöfin hitti í mark, en oftar en ekki eru einn eða tveir ástvinir sem vefjast helst fyrir manni. DV fór á stúfana og forvitnaðist um handa hverjum væri eiginlega erfiðast að kaupa jólagjöf.

 

Ég á sennilega erfiðast með að kaupa jólagjöf fyrir kærustuna. Eftir að hafa gefið henni hjarta mitt, virðist allt svo lítið í samanburði við það. Enda er ég með óhemju stórt hjarta. – Júlían

Mesta áskorunin fyrir jólin er að finna jólagjöf handa syni mínum sem er núna átta ára. Ég er alltaf mjög spennt yfir gjöfinni hans, aðfangadagskvöld gengur út á það, en samt hefur mér þó tekist að skjóta framhjá markinu. Á síðasta ári keypti ég handa honum skíði og þar sem hann hafði ekki farið áður á skíði upplifði hann gjöfina eins og ég hefði gefið honum tvær trjáspýtur. Bara ekki neitt. En svo fórum við fljótlega á skíði og hann hafði aldrei gert neitt eins skemmtilegt á ævinni, svo á endanum varð þetta besta jólagjöf sem hann hafði fengið. Svo já, ég var smá blúsuð yfir fyrstu viðbrögðum, en mjög ánægð með mig um leið og fyrsti snjórinn kom og hann byrjaði strax að bruna skellihlæjandi niður brekkur. En nú er ég strax byrjuð að fá smá jólasting, hvað ég eigi að kaupa, því 46 ára kona er ekki alltaf alveg með á nótunum hvað er mest kúl í kolli átta ára drengs. – Auður
Sigtryggur Ari
Mér finnst erfiðast að kaupa fyrir unglingana og var jafnvel að spá í að gefa þeim bara gjafakort Kringlunnar eða Smáralindar í ár, í fyrra keypti ég fatnað sem ég var æðislega glöð með og hélt að myndi hitta í mark en áttaði mig ekki á að kannski er ekki kúl lengur að mamma velji fötin, og svo er tískan svo fljót að breytast hjá þeim að það er erfitt að fylgja þessu eftir. Þannig að best er leyfa þeim að velja sjálfum það getur ekki klikkkað.  – Margrét
Ég er í bullandi vandræðum með að finna jólagjöf fyrir manninn minn Hlyn. Það væri eitthvað svo glatað ef ég tæki upp á því að mála handa honum mynd því allir veggir heima eru nú þegar dekkaðir með verkum eftir mig eða þá framtíðarspádóm – Ellý 

 

Mér finnst alltaf erfiðast að velja jólagjafir handa litlu frænkunum mínum, þegar maður á sjálfur lítinn pening fyrir því sem maður langar að gefa til að gleðja þær um jólin. Alveg sama hvaða aldri þær eru á. Ég er líka svo lítið í því að fylgjast með hvað er í uppáhaldi hjá 4 ára og 8 ára stelpum í dag. Þær báðar eru svo fljótar að vaxa uppúr öllu sem krökkum finnst sniðugt og vinsælt í dag. En það verður eitthvað sniðugt sem þær geta leikið sér með og dundað við sem ég enda með að gefa þeim í jólagjöf. Enda ekki þekktur fyrir annað en að vera jú sniðugi og skemmtilegi frændi þeirra. – Friðjón

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð