Ítalski tenórinn og stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Kórnum þann 23. maí næstkomandi. Bocelli greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. Tónleikarnir í maí næstkomandi verða haldnir í Kórnum.
Í tilkynningu á Twitter-síðu tónlistarmannsins kemur fram að almenn miðasala hefjist þann 13. desember klukkan 10 en forsala hefst sólarhring fyrr, þann 12. desember klukkan 10.
Bocelli hefur lengi verið í hópi vinsælustu tónlistarmanna heims. Hann er 61 árs en frá árinu 1982 hefur hann gefið út 15 plötur og selt yfir 90 milljónir platna.
Viðbót klukkan 10:40:
Sena hefur nú sent frá sér tilkynningu vegna tónleikanna. Þar segir að um sannkallaða risatónleika verði að ræða en Kórnum verður í fyrsta sinn breytt í sitjandi sal. „Einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Hljóð, skjáir og svið verða á heimsmælikvarða og ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir. Hér er því hægt að lofa einstakri og ógleymanlegri upplifun. Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr., sem þýðir að hér er um að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi, en samanborið við tónleika hans erlendis er um talsvert meiri nánd að ræða en víðast hvar annars staðar.“
Andrea Bocelli will perform for the first time ever in #Reykjavík, #Iceland on May 23rd 2020 at Kórinn in Kópavogur.
General sales begin Dec 13th at 10:00 and pre-sales begin Dec 12th at 10:00
Sign up for pre sale at https://t.co/wKUAzMzZoB pic.twitter.com/DNsaFR9dm2
— Andrea Bocelli (@AndreaBocelli) December 5, 2019