fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí

Fókus
Fimmtudaginn 5. desember 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski tenórinn og stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Kórnum þann 23. maí næstkomandi. Bocelli greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. Tónleikarnir í maí næstkomandi verða haldnir í Kórnum.

Í tilkynningu á Twitter-síðu tónlistarmannsins kemur fram að almenn miðasala hefjist þann 13. desember klukkan 10 en forsala hefst sólarhring fyrr, þann 12. desember klukkan 10.

Bocelli hefur lengi verið í hópi vinsælustu tónlistarmanna heims. Hann er 61 árs en frá árinu 1982 hefur hann gefið út 15 plötur og selt yfir 90 milljónir platna.

Viðbót klukkan 10:40:

Sena hefur nú sent frá sér tilkynningu vegna tónleikanna. Þar segir að um sannkallaða risatónleika verði að ræða en Kórnum verður í fyrsta sinn breytt í sitjandi sal. „Einungis verður boðið upp á númeruð sæti og lögð áhersla á að salurinn verði hlýr og notalegur. Hljóð, skjáir og svið verða á heimsmælikvarða og ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir. Hér er því hægt að lofa einstakri og ógleymanlegri upplifun. Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum og miðarnir kosta frá 12.990 kr., sem þýðir að hér er um að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi, en samanborið við tónleika hans erlendis er um talsvert meiri nánd að ræða en víðast hvar annars staðar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina