fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Fjöldi kennara neitar að taka þátt – Segja lagaval óviðeigandi: „Ég sit hjá þetta árið!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verður Dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur og í tilefni þess mun þjóðin syngja saman þrjú lög valin af samtökum listamanna sem standa að deginum. Lögin í ár eru „Ammæli“ með Sykurmolunum, „Enginn eins og þú“ með Auði og „Froðan“ með Geira Sæm.

Ekki eru allir parsáttir við lagaval hátíðarinnar og þá allra helst tónmenntakennarar. Þrír kennarar gagnrýna lagavalið á Facebook-síðu viðburðarins, meðal annars Þórdís Sævarsdóttir, formaður Tónmenntakennarafélags Íslands. Fréttablaðið greinir frá.

„Því miður hefur fjöldi tónmenntakennara látið vita að geti ekki tekið þátt með sínum þúsundum nemenda í leik- og grunnskólum þetta árið vegna óviðeigandi laga- og textavals. Ég hef nú þegar sent póst þessa efnis og komið á framfæri við valnefndina og óska eftir að laga- og textaval næsta árs geri börnum á öllum aldri kleift að taka þátt 2020. Mér þykir líka leitt fyrir hönd þúsunda ungs tónlistarfólks og nemenda, sem eru framtíðar tónlistarfólk Íslands, að geta ekki tekið virkan þátt í opinberri dagskrá þessa skemmtilega dags í ár,“ skrifar Þórdís Sævarsdóttir.

Margeir Steinar Ingólfsson, framkvæmdarstjóri Dags íslenskrar tónlistar svarar Þórdísi og fer yfir ástæður þess að lögin voru valin.

„Saga tónlistarinnar, bókmenntanna, texta- og ljóðlistarinnar einkennist af táknum, tilvísunum og undirtónum sem túlka má með ýmsum hætti.

Að þessu sinni mun Dagur íslenskrar tónlistar spegla fjölbreytni, sígræna söngva og þátttöku allra aldurshópa, bæði úr skólum, lista- og atvinnulífi.

Lag Sykurmolanna , Ammæli, er fyrsta lag Íslands til að ná alþjóðlegri frægð (1986). Lag Auðuns Lútherssonar, Enginn eins og þú, er langvinsælasta lag ársins 2019 og Froðan eftir Geira Sæm. o.fl. er sígildur óður til hins skrautlega níunda áratugar.

Þó þau samtök listamanna sem standa að Degi íslenskrar tónlistar virði ýmis framkomin sjónarmið, treysta þau sér ekki til að hefja ritskoðun á jafn fleygum og ástsælum lögum og hér um ræðir.

Alþýðuskap hefur sett þau á þann stall sem þau hvíla á í íslensku samfélagi.

Þið eruð öll hjartanlega velkomin í þann góða hóp sem fagna mun saman á Degi íslenskrar tónlistar þann 5.desember n.k. en sem áður segir virðum við fullkomlega ákvarðanir þeirra sem kunna að vilja sitja hjá að þessu sinni og vonumst til að mega bjóða ykkur þó síðar verði.“

Nanna Hlíf Ingvadóttir, tónmenntakennari, skrifar einnig á Facebook-síðu viðburðarins og gagnrýnir þar lagatextana harðlega.

„Hver í ósköpunum á að taka undir sönginn? Þetta lagaval er svo óhugsað, hvort sem er fyrir unga eða aldna. Textarnir eru óviðeigandi og lögin t.d afmæli gersamlega ósyngjandi nema fyrir Björk sjálfa. Ég verð að segja að þetta veldur mikum vonbrigðum því hefðin er góð. Ég vona að þetta verði tekið til umhugsunar – ég sit hjá þetta árið!“

Tónmenntakennarinn Guðný Lára gagnrýnir einnig lagavalið og segir að „meining textanna er eitthvað sem mér t.d. persónulega fannst ekki viðeigandi inni í tónmenntartímum hjá mér. Það finnst mér synd því á svona degi væri gaman að geta tekið þátt í einhverri mynd. Ég hef tekið þátt og mun taka þátt síðar ef lagavalið er ekki um vanvirðingu á kvenfólki og dóp textar.“

Fréttablaðið ræddi við Margeir Steinar Ingólfsson, framkvæmdarstjóra Dags íslenskrar tónlistar sem sagði að staðan væri sú að skipuleggjendur dagsins þyrftu að velja á milli listarinnar eða viðkvæmni.

„Ég held að við séum komin á hálan ís ef að listin fær að víkja fyrir viðkvæmni. En maður virðir að sjálfsögðu bara þessar skoðanir,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið.

Hvað segja lesendur? Eru þessi lög óviðeigandi fyrir nemendur í grunnskóla?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“