fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Þegar Guðmundur Rafnkell skaut á Sjallana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin bókin „Hann er hefur engu gleymt nema textunum“ en hún inniheldur gamansögur úr íslenska tónlistarbransanum – líklega allar sannar. Hér að neðan gefur að líta nokkrar laufléttar sögur úr bókinni:

Hljómsveitin SúEllen frá Neskaupstað var einhverju sinni að spila á Hótel Íslandi.  Guðmundur Rafnkell Gíslason, söngvari hennar, var þá nýorðinn varabæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið í bæjarstjórn Neskaupstaðar og hann langaði til að stríða pólitískum andstæðingum sínum aðeins, svo að fyrir fullu húsi tilkynnir hann með miklum látum:

„Næsta lag er fyrir alla Sjálfstæðismenn í salnum!“

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út og fólk þyrptist út á gólfið.

Svo hófst Bítlalagið góðkunna:

„I´m a loser. I´m a loser …“

 

*

Óskar  Álftagerðisbróðir Pétursson syngur mikið við jarðarfarir enda kallaður „Hell singer“.  Aðspurður hvort að mikið væri fram undan hjá honum í þeim efnum svaraði hann:

„Já, það er reytingur. Ég var uppi á elliheimili um daginn að kanna lagerstöðuna og hún lofar góðu.“

*

Á pönkárunum spiluðu Fræbbblarnir í félagsheimili í Bústaðahverfi. Jón Gnarr var þangað mættur og kynnti sig fyrir þeim. Sagðist spila á bassa í pönksveitinni Nefrennsli. Strákarnir spjölluðu saman. Steinþór heitinn bassaleikari Fræbbblanna spurði á hvernig bassagítar hann spilaði. Jón svaraði:

„Fner.“

Steinþór hváði. Jón ítrekaði að bassagítarinn héti Fner. Þetta vakti kátínu. Í næstu skipti sem hann varð á vegi Fræbbblanna var hann ætíð spurður að því hvernig Fnerinn væri að standa sig.

Að því kom að Fræbbblarnir upplýstu Jón um að nafn bassagítarsins væri Höfner, sem er eitt þekktasta bassagítarmerki í heimi. Jón komst þá að því að merkið á bassagítarnum hans hefði brotnað hjá fyrri eiganda og stafirnir Hö horfið úr því.

*

Árni Johnsen var fyrir margt löngu í viðtali við Frey Eyjólfsson á Rás 2 og var meðal annars að sýna honum og tala um glænýjan kassagítar sem hann var búinn að kaupa sér. Kvað Árni gripinn hafa kostað þrjú hundruð þúsund krónur.

Þá missti Freyr út úr sér:

„Það er ekkert annað! Bara hundraðþúsundkall á grip!“

*

Samhliða söngnum hafði Raggi Bjarna stundum annan starfa með höndum og ók til dæmis eitt sinn leigubíl. Kom þá fyrir í einhver skipti að hann æki fólki á ball, þar sem hann sjálfur tróð svo upp, og síðan heim að því loknu.

Eitt sinn ók hann ungri stúlku í stuttu pilsi heim eftir ball á Hótel Sögu og þegar staðnæmst var fyrir utan heimili hennar kom það í ljós að hún átti ekki fyrir farinu.

„Hvað ætlarðu að gera í því?“ spurði Raggi og leit aftur í til hennar.

Þá lyfti hún upp pilsinu svo að sá í það allra heilagasta og spurði:

„Má ég borga með þessu?“

Raggi lét þetta ekki koma sér úr jafnvægi og svaraði um hæl:

„Áttu ekki eitthvað smærra, góða?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“