Ef þú hefur hlustað á útvarpið nýlega þá kannastu örugglega við lagið Dance Monkey. Það hefur verið efst á íslenskum topplistum síðustu vikur og er í fyrsta sæti á Top 50 Global listanum á Spotify. Það er núna í 23 sæti á Billboard listanum.
En hver er á bakvið þetta vinsæla lag?
Hún heitir Toni Watson og kallar sig Tones and I. Hún er aðeins 19 ára og er frá Ástralíu. Hún flutti lagið hjá Jimmy Fallon fyrr í vikunni.
Hún byrjaði á því að spila lagið á píanó og er rödd hennar gjörsamlega rafmögnuð. Horfðu á myndbandið hér að neðan.