fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Líkfundur í Hólavallakirkjugarði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf af og til verið að tala um kirkjuna í fjölmiðlum, en það er ekki oft sem það er rætt við þjóðkirkjupresta sem skrifa glæpasögur enda eru þeir líklega fáir á heimsvísu prestarnir sem leggja slíkt fyrir sig. Séra Fritz Már Jörgensson prestur í Keflavíkurkirkju gaf á dögunum út sína fimmtu glæpasögu, Líkið í kirkjugarðinum, og auðvitað hlýtur maður að spyrja sig að því hvort það sé eitthvað nýtt að lík séu í kirkjugarði. Fritz segir að nafn bókarinnar hafi ekkert með störf hans sem prests að gera en í bókinni gerist það hins vegar að lík finnst ofanjarðar í Hólavallakirkjugarði og það hljóti að kalla á rannsókn lögreglu.

Prestur sem skrifar krimma

Aðspurður segist Fritz alltaf hafa lesið mikið: „Ég er alæta á bækur og þarf alltaf að hafa nokkrar í gangi í einu, og ég elska að lesa krimma. Norrænu krimmarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er svo margt í krimmanum sem er skemmtilegt. Persónusköpunin gerist oft yfir langan tíma því margir krimmahöfundar vinna með sömu persónur í mörgum bókum. Svo er þetta nú yfirleitt þannig að það er fjallað mál sem eru raunveruleg í samfélaginu.

Í Líkinu í kirkjugarðinum er ég að skoða hvernig eltihrellar geta hagað sér og það er svo magnað að við erum stöðugt að lesa um slíka menn í fjölmiðlum. En auðvitað snýst þetta líka um að skrifa um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. En hvernig fer hann að því að skrifa bækur meðfram fullri vinnu? Ég geri þetta yfirleitt jafnt og þétt, fæ mér smá stund hér og þar. En svo þegar spennan í sögunni er í hámarki þá gerist þetta hraðar því þá er þetta eins og þegar maður er að lesa að það er ekki svo auðvelt að leggja bókina frá sér.“

Þegar sérann er spurður að því hvað geri krimma að góðum krimma stendur ekki á svarinu. „Plottið þarf að vera í lagi og svo þarf sagan að vera spennandi. Ég elska krimma sem ég get ekki lagt frá mér. Ætli það sé ekki bara það sem skilgreini góðan krimma að maður geti ekki lagt hann frá sér.“

Líkið í kirkjugarðinum

Eiginkona Séra Fritz, Díana Ósk Óskarsdóttir er einnig starfandi prestur og því hefur verið fleygt að hún sé bísna lík Sigrúnu sem er prestur og ein aðalpersónan í Líkinu í Kirkjugarðinum, hann harðneitar því og segir að Sigrún hafi ekkert með eiginkonu sína að gera.

Við spurðum Fritz Má að því í lokin hvernig honum findist að lesa gagnrýni um bækur sínar. Hann sagði að það væri nú oft taugatrekkjandi að lesa um bækurnar sínar. „En ég hef verið heppinn og yfirleitt fengið fína dóma,“ segir hann. Líkið í Kirkjugarðinum hefur fengið mjög góðar umsagnir og hefur gengið vel þannig að ég get allavega andað léttar núna.

Fritz hefur áður skrifað fjórar glæpasögur sem allar hafa fengið góðar viðtökur: 3 daga í októberGrunnar grafirKalt vor og Síberíu. Sú síðastnefnda var þýdd og gefin út í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, nýlega gekk hann frá útgáfusamningi um útgáfu allra bóka hans sem hljóðbóka við Storytel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“