fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Ritdómur um Aðferðir til að lifa af: Hjálpræði er bjargræði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Eva Mínervudóttir: Aðferðir til að lifa af

Skáldsaga

Útgefandi: Bjartur

166 bls.

 

Í nýrri skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Aðferðir til að lifa af, tengist líf nokkurra ólíkra persóna saman fyrir tilviljanir. Sagan er stutt en þó nokkuð margslungin og hún er sögð út frá mismunandi sjónarhornum persónanna. Ein er að jafna sig eftir dauðsfall maka, önnur er í djúpu þunglyndi eftir skilnað, sú þriðja í sárum vegna óendurgoldinnar ástar; svo er þarna barnungur og villuráfandi drengur sem skortir stuðning í lífinu.

Heimurinn er hættulegur og tilvera manna á valdi misillra örlaga. En hjá því verður varla komist að lesa það út úr þessari sögu að leiðin til að komast af í þessu lífi sé hjálpsemi við aðra. Í sögunni eru mörg falleg dæmi um hjálpsemi frá hendi fólks sem ætlaði ekki að leggja slíkt fyrir sig en bregst við aðstæðum með því að veita hjálparhönd. Í sumum tilvikum er hjálpsemin nærandi fyrir þann sem hjálpina veitir. Litlir hlutir skipta miklu máli, gamalt reiðhjól vekur titrandi gleði, heit máltíð og hrein föt bjarga miklu og smám saman leiðir þetta til þess að lífi er bjargað.

Söguþráðurinn er ekki margbrotinn, mikið af textanum fer í að leiða saman persónur og tengja saman leiðir þeirra. Stíllinn er framúrskarandi, listfeng næmni fyrir smáatriðum og ljóslifandi myndir dregnar upp fyrir lesandanum, kryddaðar liprum samtölum.

Vellíðan fylgir því að lesa þessa sögu um mýktina í hörðum heimi. Ég mæli með því að hún sé lesin hægt og hverrar setningar á þessum 166 blaðsíðum sé notið til hins ítrasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda