Hversu margar merkingar getur orðið „jæja“ haft? Það er mjög góð spurning. Jæja getur haft ótal margar merkingar. Reddit notandinn Norðlendingur í Baunaveldi kastar fram þessari spurningu á síðunni.
Það fór af stað áhugaverð umræða um þetta skemmtilega íslenska orð. Við tókum saman nokkur svör og viljum endilega heyra ykkar álit kæru lesendur í kommentakerfinu hér að neðan:
„JÆJA!: Er það þetta sem þú heldur, er það svona bara, ég er reiður og hneykslaður á því sem þú gerðir/sagðir/heldur
jæja!: komum okkur af stað, tími til að fara, mig langar ekki lengur að vera hér á þessum stað eða í kringum þig
jæja?: Hvernig gekk?, hvað er að frétta?, plís segðu eitthvað á kaffistofuni þetta er óþægilegt
jæja…: Þetta fór nú ekki vel, nú klúðraðist eitthvað, nú klúðraðir þú einhverju
jæja…(með langregnu æ og j í miðju: Þarna gómaði ég þig, nú var ég að læra eitthvað nýtt um stöðu máls eða um þig og líst ekki vel á.“
Einn netverji segir jæja hafi verið hans fyrsta orð, og eina orð í dágóðan tíma.
„Jæja var fyrsta orðið mitt og ég sagði víst ekki annað í um það bil ár. Foreldrar mínir þurftu að túlka hvað ég meinti eftir því hvernig ég sagði það. Það gæti þess vegna þýtt hvað sem er milli himins og jarðar.“
Hér er jæja notað á sniðugan hátt:
„Ég var í fjallgönguhóp þar sem sú venja hafði myndast að þrjú „jæja“ þýddu að við myndum halda áfram, t.d. ef stoppað hefði verið í mat og fólk væri u.þ.b. að vera tilbúið, þurfti þrjú (oft yfir heila mínútu) frá mismunandi fólki til að byrja að labba aftur. Kannast einhver við þessa notkun?“
Einn notandi segir jæja hafa í raun bara eina merkingu:
„Í raun er bara ein meining : breytum núverandi kringumstæður/umræðuefni.
þessvegna er hægt að segja að það hafi margar meiningar.
Líka notað sem upphrópun eftir að heyra eitthvað merkilegt, en ég fíla „já sæll!“ í staðinn.“
Svo er einn með gott svar:
„Óendanlega margar. „Jæja“ á beinlínis alltaf við.“
Hvað segja lesendur, hvað þýðir jæja?