fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Ritdómur um Kvöldverðarboðið: Hæverskur vonbiðill

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbergur Þórsson: Kvöldverðarboðið

Nóvella

Útgefandi: Bókaútgáfan Vesturgata

141 bls.

 

Stefið um miðaldra mann sem heillast af ungri konu er býsna algengt. Oft fjalla slíkar sögur um fertugan mann sem yfirgefur eiginkonu sína fyrir unga og saklausa stúlku. Um gráa fiðringinn. En hvað þá með fráskilinn ríflega fimmtugan mann sem heillast af tæplega þrítugri konu sem virðist ef eitthvað veraldarvanari en hann?

Í sögunni Kvöldverðarboðið segir frá hinum fráskilda Úlfi sem skömmu fyrir jól fellur fyrir 29 ára gamalli söngkonu, skrifar henni nokkur innileg bréf og nýtur með henni örfárra samverustunda án þess að til náinna kynna komi. Lesandinn fær strax á tilfinninguna að Úlfur eigi enga möguleika. Hann virðist of einlægur og saklaus til að leika þennan leik.

Raunar tekst sagan nokkuð á við þá spurningu hvað felist í því að vera ungur – hvort við öll séum ung ef við erum full af ólgandi þrá. Hún leiðir líka fram með sannfærandi hætti að það er ekki bara ungt fólk sem leitar að sjálfu sér. Hvötin til að setjast á kaffihús með vasabók og pára upp hugleiðingar um lífið og tilveruna eða skrifa ástarbréf til þess sem maður er hrifinn af er ekki bundin við ungan aldur.

Sagan virðist vísvitandi lítil að vöxtum og rás viðburða nær afar skammt. Lesandinn fær þá tilfinningu að hann hafi nánast bara fengið að upplifa eina andrá með sögupersónunni – ekkert hafi í raun byrjað og engu sé lokið. Tíðindaleysi sögunnar er að sumu leyti heillandi, gerir hana óvenulega, en um leið takmarkaða.

Þorbergur Þórsson

Stíllinn er nokkuð stirður framan af og tækifæri til að skapa lifandi sviðsmyndir í stað þess að beita mjög almennum lýsingum á því sem fram fer eru ónotuð. Smám saman verður þó stíllinn litríkari og meira lifandi eftir því sem líður á söguna.

Kvöldverðarboðið er þekkileg saga, óvenjuleg í tíðindaleysi og dramaleysi sínu. Sögupersónan leyfir sér ekki einu sinni mikla ólgu í eigin huga og það er í sjálfu sér ekkert sérstaklega dramatískt fyrir rúmlega fimmtugan mann að vera orðinn heillaður af yngri konu. Þessi hjásneiðing á flestu því sem telst til mikilla tíðinda í sögu gefur verkinu skemmtilega sérstöðu en takmarkar um leið áhrifamátt þess.

Sagan er heimspekileg og í hugleiðingum aðalpersónunnar er vísað til dæmis í Samdrykkju Platóns. Pælingar um fegurðina eru bitastæðar. En til að skapa eftirminnilegt verk hefði höfundur þurft að vera dramatískari og grimmari í því að draga fram sálarflækjur aðalpersónu sinnar. Þá er líka til baga að persóna konunnar sem aðalpersónan heillast af er fremur óljós.

Þó að Kvöldverðarboðið sé ekki beinlínis eftirminnileg saga er hún full af þægilegri stemningu og skilur eftir góða tilfinningu í huga lesanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Í gær

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna