fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Friðriki Ómari brugðið yfir Samherjaskjölunum: „Við erum í miðjum storminum núna“

Íris Hauksdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2019 08:00

Friðrik Ómar. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson prýðir forsíðu helgarblaðs DV. Í viðtalinu opnar tónlistarmaðurinn sig upp á gátt, talar um skilnaðinn við sambýlismanninn til ellefu ára, skilnað foreldra sinna þegar hann var barn og einelti sem hann varð fyrir á yngri árum.

Brugðið yfir Samherjamálinu

Friðrik bjó á Dalvík á árunum 1987 til 2001 og segir bæinn eiga stóran stað í hjarta hans. Honum þyki því óendanlega vænt um að halda utan um stærstu tónlistarhátíð landsins þar síðastliðin sex ár, en á næsta ári fagna hátíðarhöldin Fiskidagar á Dalvík tuttugu ára afmæli sínu.

Dalvík á stóran stað í hjarta Friðriks Ómars. Mynd: Eyþór Árnason

„Ég er alltaf tengdur Fiskideginum og það er alltaf gríðarlega gaman að mæta og halda eina stærstu tónleika á Íslandi. Þarna búa tvö þúsund manns en meðan á hátíðinni stendur mæta allt upp í fjörutíu þúsund manns. Þetta er brjálæði, næstum þrisvar sinnum sá fjöldi sem sækir Þjóðhátíð í Eyjum. Það er líka frábært að gera þetta með Eyþóri Inga og Matta Matt en þeir eru báðir Dalvíkingar og mikill kærleikur okkar í millum. Það er gaman að segja frá því að eftir grunnskóla tók ég við tónmenntakennslunni í skólanum og kenndi þar Eyþóri en hann var þá í sjötta bekk. Honum fannst svo mikið til mín koma að hann teiknaði mynd af mér að keppa í Eurovision enda var hann viss um að ég myndi síðar stíga þar á svið. Hann endaði svo á að gera það sjálfur helvítið á honum,“ segir Friðrik og hlær sínum dillandi hlátri. „Þetta er mjög skemmtileg tenging.“

Fiskidagurinn mikli hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga vegna tengingar hátíðarinnar við Samherja. Friðrik hefur fylgst með umræðunni um Samherjaskjölin svokölluðu og var sleginn yfir afhjúpun Kveiks og Stundarinnar þar sem koma fram alvarlegar ásakanir á hendur forsvarsmönnum Samherja.

„Mér var brugðið líkt og allri þjóðinni en samstarf mitt við starfsfólk Samherja, þá sérstaklega við Kristján Vilhelmsson, hefur verið afar gott í tengslum við Fiskidagstónleikana. Fiskidagurinn mikli er síðan annað dæmi sem er sér félag og ekki rekið af Samherja. Höfum það á hreinu,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Við erum í miðjum storminum núna og erfitt að svara til um hvaða afleiðingar þetta hefur. Mér þykir vænt um tónleikana og allt það fólk sem að þeim kemur. Ég hugsa þó aðallega til alls þess góða starfsfólks sem vinnur hjá fyrirtækinu alla jafna. Þetta er mjög erfitt fyrir marga. Ég trúi því að stjórnendur félagsins geri þær breytingar sem þarf til að leysa þetta mál.“

Varðandi umfjöllun Kveiks um Samherjaskjölin finnst Friðriki leitt að Fiskidagurinn leiki svo stórt hlutverk.

„Ég er á því að Helgi Seljan og Aðalsteinn hafi farið fram úr sér með tengingu Fiskidagsins sem hátíðar við Samherja og þessar ásakanir. Það eru svo rosalega margir sem koma að hátíðinni, sjálfboðaliðar og nær 200 styrktaraðilar og Samherji er vissulega einn af þeim en þeir halda ekki þessa hátíð. Hátíðin og Dalvíkingar munu standa þetta af sér enda um eina flottustu og farsælustu bæjarhátíð fyrr og síðar að ræða á Íslandi. Hvað sem svo verður um tónleikana. Það verður að koma í ljós enda er það enginn heimsendir þótt þeir yrðu ekki haldnir, þótt vissulega myndu margir sakna þeirra og þar á meðal ég.“

Hægt er að lesa ítarlegra viðtal við Friðrik Ómar í helgarblaði DV.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað