fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fókus

Valgeir fór í magaermi í maníu: „Ég sé engar afleiðingar þegar ég er svona hátt uppi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2019 13:30

Valgeir Elís Marteinsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Elís er 31 árs og býr í Keflavík. Kannski kannast einhverjir landsmenn við hann sem manninn sem sagði Ladda látinn í fyrra. Valgeir fór í magaermi fyrir um tveimur árum. Hann hefur misst fimmtíu kíló síðan þá en ferlið hefur langt frá því verið dans á rósum. Fljótlega eftir aðgerð sá Valgeir mikið eftir aðgerðinni en hann hafði óafvitandi verið mjög hátt uppi í maníu þegar hann pantaði sér utanlandsferð í aðgerðina og einnig þegar hann fór í aðgerðina. Hann var greindur með geðhvarfasýki 2 í byrjun árs 2019 sem útskýrði ýmislegt í fari hans. Hálfu ári eftir aðgerð þróaði Valgeir með sér lotugræðgi og ældi upp hverri máltíð. Í dag er hann í bata, kominn í ágætis jafnvægi og líður vel.

Valgeir er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókuss og ræðir þar um lífið, tilveruna, magaermina og maníuna. Þú getur horft á þáttinn hér að neðan.

Greining útskýrði margt

Valgeir var greindur með geðhvarfasýki 2 í byrjun árs 2019. „Það útskýrði mjög margt fyrir mér. Eins og hvernig ég get tekið svona stórar ákvarðanir án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ég sé engar afleiðingar þegar ég er svona hátt uppi. Ég vann í mér,“ segir hann.

Gömul mynd af Valgeiri og vinkonu hans Sunnu Dís

„Ég var alveg klárlega í maníu þegar ég pantaði mér ferðina til Lettlands og allan tímann meðan ég var úti. Ég var líka í bullandi maníu þegar ég deildi þessu um Ladda. En ég er ekki að nota það sem afsökun en þegar ég er á þeim stað þá sé ég ekkert slæmt við það sem ég geri,“ segir Valgeir.

Þú getur lesið viðtalið við Valgeir í heild sinni í helgarblaði DV.

Þú getur fylgst með Valgeir Elís á Snapchat og Instagram undir @valgeirelis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heilabrot: Það sem þú sérð fyrst segir til um örlög þín

Heilabrot: Það sem þú sérð fyrst segir til um örlög þín
Fókus
Í gær

Börnin gátu ekki afborið að horfa upp á Paul Young gifta sig að nýju

Börnin gátu ekki afborið að horfa upp á Paul Young gifta sig að nýju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa