fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Anna hjólar í Bryndísi Líf og líkir henni við klámstjörnu – „Missir hún virðingu? Eða fær hún fleiri tækifæri?“

Fókus
Þriðjudaginn 8. október 2019 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Claessen, framkvæmdastjóri Dans og Kúltúr, gagnrýnir Bryndísi Líf, sem er vinsæl á Instagram, harðlega í pistli sem birtist á Vísi. Hún segir Instagram-aðgang hennar helst líkast aðgangi klámstjörnu.

Anna byrjar pistilinn á því að vitna í viðtal Íslands í dag við Bryndísi Líf en þar sagði hún: „Læk láta öllum líða vel.” Anna spyr sig hvort þetta sé rétt. „Er það? Líður þeim vel sem fá ekki jafn mörg læk og vinir sínir? Jafn mörg læk og samfélagsmiðlastjörnurnar sem sýna allan sinn líkama? Flott hjá henni að hafa hugrekki að sýna sig eins og hún er. En aftur á móti lítur það líka út alveg eins og Instagram klámmyndastjarnanna.  Fara þá ekki allir að sýna líkamann sinn og Instagram verður líkara Pornhub?,“ spyr Anna.

Anna segir það einkennandi fyrir heim kvenna að einungis sumir megi sýna nekt. „“Free the nipple”. En ekki ef þú ert of ung. Sýndu líkamann eins og hann er…  en ekki sýna líkamann ef þú ert ung eða í stærri stærðum. „Mér finnst ekkert vera neitt að þessu en ég veit alveg að fólk er á móti þessu.” – Bryndís Líf. Einn fjölskyldumeðlimur minn fer fram á brjóstunum með alla glugga opna. Henni segist alveg vera sama. Ég segi „já en hvað með hina?” Mig langar ekkert að sjá brjóstin á henni né allir nágrannarnir,“ skrifar Anna.

Hún segist skilja vel áhyggjur Bryndísar yfir því að Instagram-aðgangur hennar muni skemma atvinnuleit hennar í framtíðinni. „Mig langar heldur ekki að sjá líkama yfirmanns míns svo ég skil kommentið að hún gæti lent í vandræðum í atvinnuleit. Þeir skoða samfélagsmiðla manns. Þegar free the nipple kom út var ég bara “nice try …ég ætla ekki að sýna á mér brjóstin.” En ef það kæmi pressa á mig myndi ég örugglega enda á að gera það. Af hverju er maður annars að raka sig og vaxa af sér öll hár. Pressa! Þú ættir að heyra Tinder talið. Það sem karlmenn biðja mann um. ÓGEÐ!,“ skrifar Anna.

Anna segir að allt þetta hafi áhrif. „Hún má auðvitað gera það sem hún vill á sínum instagram reikning. En hann er opinn. Aðrir fylgja henni. Fréttamiðlar deila efni hennar og hún verður áhrifavaldur. Hvernig myndi henni líða ef litla systir eða frænka myndi deila svona efni af líkama þeirra? Verra, hvernig er talað við hana á Tinder eða á djamminu? Missir hún virðingu? Eða fær hún fleiri tækifæri? „Ég myndi gera allt fyrir frægðina…. Nema kannski að koma nakin fram” – Stuðmenn. Hvað myndu þeir segja um þetta?,“ spyr Anna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu