Það er kannski ólíklegt að einhver Íslendingur eigi enn eftir að heimsækja borgina sem ferðahandbókin Lonely Planet, dásamaði nýlega sem þá borg sem ferðalangar ættu helst að heimsækja árið 2019.
Við erum að tala um Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur, sem hefur upp á allt að bjóða, hvort sem þú ert að leita að skemmtun, listum, arkitektúr, hönnun, mat, verslun, eða þessu öllu í bland.
Kaupmannahöfn er í fyrsta sæti 10 borga á lista Lonely Planet. Hinar borgirnar eru:
2) Shēnzhèn í Kína
3) Novi Sad í Serbíu
4) Miama í Bandaríkjunum
5) Kathmandu í Nepal
6) Mexíkóborg í Mexíkó
7) Dakar í Senegal
8) Seattle í Bandaríkjunum
9) Zadar í Króatíu
10) Meknès í Marokkó
Lesa má nánar um borgirnar og listann á vefsíðu Lonely Planet.