fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

SÚN úthlutaði 44 milljónum í styrki í fyrra – „Segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 12:00

Myndin var tekin við úthlutunina í maí 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) úthlutaði 19 styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í árslok, alls 15 milljónum. Um var að ræða seinni úthlutun ársins, en í maí 2018 var rúmlega 19 milljónum úthlutað úr sjóðnum, segir í frétt á Austurfrétt.

Veittir eru styrkir í nokkrum flokkum og eru flokkarnir menning, menntun og íþróttir fyrirferðarmiklir. Hæstu styrkina á þessu ári hlutu eftirtaldir: Endurbygging gamla Lúðvíkshússins 10 milljónir, Eistnaflug rokkhátíð 6 milljónir, Neistaflug fjölskylduhátíð 3,5 milljónir, Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað 3,7 milljónir til tækjakaupa og íbúar í þjónustuíbúðum fatlaðra fengu 1 milljón til bílakaupa.

Samvinnufélag útgerðarmanna á eignarhlut í Síldarvinnslunni hf. og nýtir stóran hluta af árlegum arði af þeirri eign til að styrkja samfélagsverkefni í heimabyggð. Auk áðurnefndra styrkja setti SÚN um 20 milljónir í önnur samfélagsmál og til íþróttafélaga og nema styrkir ársins því alls um 44 milljónum.

Guðmundur Rafnkell Gíslason framkvæmdastjóri SÚN

„Segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi”

Guðmundur R. Gíslason er framkvæmdastjóri SÚN. „Ég tel að það skipti samfélagið í Neskaupstað miklu máli að Samvinnufélagið hafi þessa stefnu að úthluta svo háum upphæðum á hverju ári. Í rauninni koma styrkirnir sér í mörgum tilfellum vel fyrir Austurland allt, þegar þeir renna til stofnana eins og sjúkrahússins, flugvallarins og sambærilegra verkefna.

Við finnum fyrir mjög mikilli jákvæðni og segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi, en það eru stórar úthlutanir tvisvar á ári og fjölmargar þess utan. Við finnum fyrir miklu þakklæti frá þeim sem hljóta styrki og samfélagsins alls.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“