fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Opinn samlestur á Matthildi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl. 13 verður opinn samlestur á söngleiknum Matthildi, stórsýningunni sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars. Leikarar sýningarinnar munu lesa í gegnum allt verkið undir stjórn Bergs Þór Ingólfssonar, leikstjóra, auk þess sem vel valin lög úr söngleiknum verða sungin við undirleik Agnars Más Magnússonar, tónlistarstjóra.

Leikarar í sýningunni eru Arnar Dan Kristjánsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þorleifur Einarsson. Þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skipta með hlutverki Matthildar. Einnig leikur hópur barna í sýningunni sem var valinn úr þeim rúmlega 1100 börnum sem mættu í áheyrnarprufur í fyrra.

Gísli Rúnar Jónsson sá um að íslenska söngleikinn, Lee Proud er danshöfundur, Ilmur Stefánsdóttir sér um leikmynd, María Th. Ólafsdóttir um búninga, Þórður Orri Pétursson um lýsingu, Ingi Bekk um myndbönd, Margrét Benediktsdóttir um leikgervi, Garðar Borgþórsson um hljóð og aðstoðarleikstjóri er Hlynur Páll Pálsson.

Samlesturinn verður á Stóra sviði Borgarleikhússins og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu