Erlingur Sigvaldason hönnuður dagatalanna af rangeygðu stjórnmálamönnunum greindi frá því að allir væru búnir að greiða dagatölin sem afhent voru í desember, nema Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Það sem stendur upp úr á árinu 2018 er að SIGMUNDUR DAVÍÐ HEFUR EKKI BORGAÐ FYRIR DAGATALIÐ SITT. pic.twitter.com/QOtK6RBNnL
— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 5, 2019
Reddaðist málið fljótlega eftir að Erlingur greindi frá áhyggjum sínum á Twitter, aðstoðarmaður Simma kom og greiddi upp skuldina og Erling uppfærði færsluna á Twitter.
Uppfært:
Aðstoðarmaður Sigmundar var að borga rétt í þessu. Sigmundur hverfur því af skuldalistanum mínum.— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 7, 2019