Leikstjóraparið Margrét Seema Takyar og Grímur Hákonarson á von á stúlku.
Parið tilkynnti um bumbubúann með myndbirtingu á Facebook á gamlársdag. „2018 var fullkomið, upp og niður og allt, alveg eins og ég vildi hafa það. Mín ósk er að 2019 mæti eins og skemmtilegur, flókinn og kraumandi elskhugi sem hristir upp í þér. Ástir frá mér og stúlku Grímsdóttur Takyar,“ skrifar Margrét.
Margrét er nýlega flutt heim eftir 15 ára viðveru í New York og sá síðast um leikstjórn og tökur á þáttunum Trúnó, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Grímur er þekktastur fyrir myndirnar Hrútar og Litla Moskva. Fókus óskar parinu hjartanlega til hamingju með bumbubúann.