Í 4. þætti hlaðvarps síns ræðir Ragga nagli við Ágúst Óskar Gústafsson, sem er heimilislæknir í Kaupmannahöfn.
Hann hefur sérhæft sig í meðhöndlun á streitu og heldur úti Facebook-síðunni: Ekki halda stressi til streitu. Í þættinum talar hann um áhrif streitu á líkamlega heilsu og hvaða bjargráð við getum notað til að höndla streituvalda og minnka áhrif hennar. Gústi lumar á ýmsum ráðum úr sínu klíníska starfi og reynslu af meðhöndlun sjúklinga sinna.