„Sú harmafregn hefur borist að gullfiskurinn Undri er dauður. Undri fannst aðframkominn og tjónaður í skólpi í hreinsistöð fráveitu í Klettagörðum árið 2006.“
Þannig hefst stuttur status á Facebook-síðu sem Veitur sjá um en þar minnast starfsmenn með mikilli sorg að gullfiskurinn Undri sé dauður. Í minningarskeyti um Undra segir:
Honum var hjúkrað til heilsu af starfsmönnum Veitna og hefur lifað í góðu yfirlæti í hreinsistöðinni ásamt (keyptum) félögum sínum. Það er mikil sorg ríkjandi í fráveitunni hjá okkur en blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Ein áminning, fiskar eiga ekki heima í fráveitunni nema að þeir hafi verið étnir fyrst.“