fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Menningarárið 2018 – 10 mest lesnu greinarnar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Fókus er að finna umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði, próf, gjafaleiki og fleira.

Þessar greinar voru vinsælastar í Menningu á árinu.

Í bókinni Hornauga sem kom út síðustu jól skrifar Ásdís Halla Bragadóttir um hrifningu sína á hálfbróður sínum. Hún lýsir fyrstu kynnum þeirra sem sakleysislegum en spenna var í loftinu og hún fann fyrir kenndum í hans garð. Í nokkrar vikur velti hún fyrir sér hvort þráin eftir snertingu væri gagnkvæm.

Ásdís Halla varð ástfangin af hálfbróður sínum: Hafði djúpstæð áhrif á hjónabandið – Opnar sig í nýrri bók

Í kjölfar HM síðasta sumar sendu Rússar íslendingum kveðju. Í myndbandinu sést hópurinn Omsky Bacon vagga dátt og syngja lagið Ég er kominn heim og botna lagið með íslensku.  Sumir meðlima hópsins eru jafnvel klæddir íslenska landsliðsbúningnum.

Gæsahúð – Sjáðu Rússa senda Íslandi kveðju með einu þekktasta sönglagi Íslands – „Þið eruð sannar hetjur í hjörtum okkar“

Bók Guðrúnar Sigríðar Sæmundsen, Andstæður, er spennandi skáldsaga, en hluti af efninu er engu að síður byggður á staðreyndum og fróðleik. Er þar veitt innsýn í skuggalegan heim vændis í landi þar sem það hefur verið lögleitt, Hollandi.„Vændi hefur verið lögleitt í nokkrum Evrópulöndum, til dæmis Þýskalandi og Hollandi, en síðarnefnda landið er vettvangur í bókinni. Það kemur til dæmis fram í skýrslu frá Evrópuþinginu og fleiri gögnum að reynslan af lögleiðingunni er ekki góð.“

Guðrún skrifar um heim vændis: Slæm reynsla af lögleiðingu – 20 giftir karlmenn níðast saman á einni konu

Fókus tók saman brot af þeim Íslendingum, sem hafa hlotið hina vafasömu 15 mínútna frægð.

Íslendingar sem voru frægir í fimmtán mínútur:Gripu augnablikið og hurfu

Baldvin Z leikstjóri ræðir kvikmyndi sína, Lof mér að falla, og klipparann Sigurbjörgu Jónsdóttur,  sem klippti meðal annars myndina Vonarstræti, en hún átti að klippa Lof mér að falla. Hinsvegar hafði hún lengi átt við fíkn að stríða og var því miður ekki edrú þegar Lof mér að falla verkefnið fór af stað.

Baldvin missti klipparann sinn í neyslu: ,,Hún er náttúrulega rosalega reið við mig og finnst að ég hafi hrifsað myndina af henni”

Ljósmynd: DV/Hanna

Poppstjarnan og öðlingurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er listamaður sem hefur snert mörg íslensk tónlistarhjörtu á löngum og glæstum ferli. Í viðtali við Fókus ræðir hann ferilinn, skuldirnir sem hann kom sér upp úr og fleira.

„Þetta er sú alstærsta gjöf sem ég hef fengið í lífinu“

Farið var yfir sögu hússins á Ásvallagötuna sem spilaði lykilhlutverk í fyrstu hryllingsmynd Íslendinga.

Undarlegir atburðir í draugahúsinu við Ásvallagötuna

Þættir með Roseanne Barr í aðalhlutverki voru teknir úr sýningu, þrátt fyrir gríðarlegir vinsældir þeirra, vegna Twitter-færslu Barr.

Hætta framleiðslu á einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bandaríkjanna

leikhúsgagnrýnandi

Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar mætti til leiks að nýju, sumum til gleði og öðrum svo ekki. Hann fór hamförum í „come-back“ dómi sínum.

Jón Viðar mættur á ný og slátrar sýningu Borgarleikhússins: „Ég vorkenni leikurunum að þurfa að leika þetta pappafólk“

Hrafn Jökulsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson (sem leikur Hrafn á yngri árum) og leikstjórinn Garpur Ingason Elísabetarson

Garpur Ingason Elísabetarson frumsýndi stuttmynd sína, Regín, sem skartar stórleikkonunni Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverki. Myndin er byggð á sönnum atburðum en hún fjallar um þegar langamma Garps, vildi tengdason sinn, Inga Bæringsson, feigan en Ingi var þá ekki að feta beinu brautina í lífinu.

Amma Jökulssona vildi kærasta systur þeirra feigan – Ætlaði sjálf að taka á sig sökina: „Ömmur hafa ekki (alveg) alltaf rétt fyrir sér“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024