fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Kolbrún Pálína – „Það er svo merkilegt hvernig örlögin teyma mann áfram“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 13:00

Kolbrún Pálína Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðlakona og fyrrum fegurðardrottning er í forsíðuviðtali Vikunnar þessa vikuna.

Kolbrún, eða Kolla eins og hún er jafnan kölluð, hefur komið víða við á starfsævinni, en hún hefur unnið á mörgum stærstu fjölmiðlum landsins, þar á meðal á DV og við ritstjórn á Nýju lífi.

„Á þessum tíma var ég enn þá að sanka að mér reynslu og í dag hefði ég gert margt öðruvísi. Þegar ég skoða tölublöð frá þessum tíma fær maður hressilega áminningu um það hvað þetta umhverfi er hart en við vorum ansi fámennar um að skapa allt blaðið upp úr nánast engu. Ég skrifaði stóran hluta þess ein og fann ekki fyrr en eftir að starfi mínu þar lauk hvað þetta hafði tekið mikinn toll. En reynslan skapar manninn, svo mikið er víst,“ segir Kolla sem segir að val á starfsvettvangi sé merkilegt, þar sem hún er feimin að eðlisfari. Hinsvegar hafi hún alltaf verið tilbúin að sjálfri sér og fara út fyrir þægindarammann.

Kolla skildi við barnsföður sinn fyrir þremur árum og nýtir nú þá reynslu sína við gerð sjónvarpsþátta um skilnað. Kristborg Bóel Steindórsdóttir er samstarfskona hennar í þáttunum, en hún gaf út bókina 261 dagur í fyrra, sem sló rækilega í gegn, en bókin fjallar um eftirmála skilnaðar Kristborgar Bóelar við barnsföður hennar.

Kolla hefur þó fundið ástina að nýju, eins og Fókus greindi frá nýlega.

Kolbrún Pálína komin í samband

Kolla var valin Ungfrú Ísland.is árið 2001, en ætlaði sér aldrei að taka þátt.

„Það er eitthvað svo merkilegt hvernig örlögin teyma mann áfram og einmitt þess vegna hef ég tamið mér að treysta svolítið lífinu. Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þáttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“