fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Zara Larsson og James Bay hita upp fyrir Ed Sheeran

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær stjörnur slást í hópinn með Ed Sheeran á Laugardalsvellinum 10. og 11. ágúst í sumar. Um er að ræða tvo gríðarlega vinsæla listamenn á heimsvísu þannig að dagskráin sem er í vændum í sumar á þessum sögulegu tónleikum er engu lík.

Sænska poppstjarnan Zara Larsson og breski tónlistarmaðurinn James Bay verða upphitunaratriði á öllum tónleikum Ed Sheeran á tónleikaferðalagi hans og þar með talið á Íslandi.

Zara Larsson hélt tónleika í uppseldri Laugardalshöll í október 2017 og komust færri að en vildu en James Bay hefur aldrei áður komið fram á Íslandi.

Zara Larsson er ung að aldri en hefur afrekað mikið nú þegar. Aðeins 15 ára var hún með vinsælasta lagið á Norðurlöndunum, Uncover. Fjórum árum seinna gaf hún út plötuna So Good og lög á henni heilluðu heiminn og náðu toppsætum á vinsældarlistum í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Nýlega gaf hún út lagið Ruin my Life sem hefur fengið góða spilun hér á landi og erlendis, en hún stefnir á að gefa út sína þriðju plötu á árinu.

James Bay er breskur söngvari, lagahöfundur og gítarleikari. Árið 2014 gaf hann út lagið Hold Back the River sem náði platínum sölu og í kjölfarið gaf hann út plötuna Chaos and the Calm sem fór á toppinn  í Bretlandi og Bandaríkjunum. James hefur unnið til ótal verðlauna og verið tilnefndur til Grammy verðlauna þrisvar. Hann gaf út plötuna Electric Light í fyrra.

Uppselt er á tónleikana 10. ágúst eins og frægt er orðið en þeir seldust upp á skotstundu. Enn er hægt að tryggja sér miða á aukatónleikana 11. ágúst, í sitjandi svæði A og B sem og standandi svæði, en sitjandi C svæði er uppselt á aukatónleikunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“