Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Hann var áður íþróttafréttamaður á Stöð 2 og starfaði í níu ár hjá Grindavíkurbæ, fyrst sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi og svo sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og hefur því víðtæka reynslu innan stjórnsýslunnar.
Þorsteinn hefur greinilega ákveðið að halda sig við boltann samhliða nýju starfi, því hann stýrir liðinu FC Mývatn.
„Lífið er fótbolti. Í Mývatnssveit mætir hópur vaskra peyja þrisvar í viku í innanhússbolta. Rjóminn af þeim mætti í gærkvöld. Markanefið og Ipswich búningurinn á sínum stað.“
Í liðinu má einnig sjá Stefán Jakobsson söngvara DIMMU.