fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Secret Solstice – Þessi stórnöfn munu troða upp á tónlistarhátíðinni í sumar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarhátíðin Secret Solstice mun fara fram í sjötta sinn 21. – 23. júní 2019 og fyrstu erlendu listamennirnir voru tilkynntir í desember.

Í dag eru síðan fleiri stórnöfn kynnt, sem koma munu og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn í sumar.

Í desember voru þessi nöfn tilkynnt:

Á föstudag munu stíga á svið breska söngkonan Rita Ora og

hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix [NL] – Friday Headliner. Stærsti plötusnúður heims síðustu þrjú árin samkvæmt DJMag.com, sem er þekktasti plötusnúðalisti í heimi.

Rússneska pönksveitin Pussy Riot [RU] hlutu friðarverðlaun sem kennd eru við bítilinn John Lennon og Yoko Ono hér á landi árið 2012.

Breska elektróníska sveitin Morcheeba [UK] er eitt þekktast band tíunda áratugarins. Þeir eru frumkvöðlar Trip hop.

Norska indie pop-rokksveitin Boy Pablo [NO]. Boy Pablo varð að stjörnu eftir að myndband þeirra á YouTube varð viral, þeir hafa farið á tónleikaferðalög um Evrópu, Bandaríkin og Kanada.

Kanadíski plötusnúðurinn Nitin [CA] er stofnandi No.19 sem er stærsta underground plötuútgáfufyrirtæki í Kanada.

Í dag eru síðan fleiri stórnöfn kynnt, sem koma munu og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn í sumar.

Góðsögnin Robert Plant er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Led Zeppelin sem má með sanni segja að sé ein vinsælasta hljómsveit sögunnar. 2018 voru 50 ár síðan frumraun Led Zeppelin kom út og verða þetta því sannkallaðir afmælistónleikar þar sem spiluð verða öll helstu gömlu lögin í bland við það besta af nýja efninu.

Hiphop og Dubstep hljómsveitin Foreign Beggars spilar í annað skipti á Secret Solstice, en þessi breska hljómsveit sló í gegn fyrir nokkrum árum með lagið Badman Riddem auk þess að gefa út nokkur lög með Skrillex.

Ameríski plötusnúðurinn MK mætir  til Íslands í fyrsta skipti og löngu kominn tími til. Hann er búinn að vera á toppnum síðan 1992 víða um heiminn, en hann er einnig lagahöfundur og hefur samið lög fyrir Beyonce, Pitbull, Jayden Smith og Mary J. Blige ásamt að búa til mikið af þekktum remixum.

Mr G. (LIVE) er að spila í fyrsta sinn á Íslandi, en þetta er einstakt tækifæri til að grípa þennan meistara glóðvolgan með hans lifandi framkomu.

Einn af uppáhalds plötusnúðum Íslands er klárlega  Kerri Chandler. Hann hefur spilað fjórum sinnum á Solstice fyrr og fyllir alltaf dansgólfið þannig að færri komast að en vilja. Endurkomu hans á Secret Solstice 2019 er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Boy Pablo, er skærasta nýstirnið frá Noregi og er í ár bókaður á margar af stærstu tónlistarhátíðum í heiminum, en þeir sprungu út á samfélagsmiðlum fyrir rúmu ári síðan. Þeir munu mæta með melodíska hljóma og fágaða Indý tónlist á Secret Solstice í Sumar.

Hinir goðsagnakenndu XXX Rottweiler hundar hafa heldur betur sannað sig með því að halda sér á toppnum í tónlistarsenunni í yfir tvo áratugi og ruddu þeir fyrir marga af þeim yngri í bransanum. Erpur og Bent hafa einnig slegið í gegn í sitt hvoru lagi með sínar eigin útgáfur, en nú ætla þeir heldur betur að koma aftur saman og sýna okkur hvernig á að gera þetta og hvernig þetta allt saman byrjaði.

Stórsöngvarinn, lagahöfundurinn og skáldið hann Högni mun koma fram og leyfa okkur að heyra nýjustu verkin sín ásamt öllum okkar uppáhalds.

Aðrir sem koma fram eru Ari Árelíus, Auður ,Svala Björgvins  sem ætlar að sýna okkur margt nýtt sem hún hefur verið að vinna undanfarið, Captain Syrup, ClubDub, Exos, Ingi Bauer, Bensol, Jóhann Stone, KrBear, Mike The Jacket, Vibes, OktavDJ, ink Street Boys, Séra Bjössi,  Sprite Zero Klan, Ragga Holm, Rokky sem er tilnefnd með besta lag ársins 2018 og flytjandi ársins á Hlustendaverðlaunum 957, þá er lagið hennar My Lips notað í auglýsingaherferð Esprit.

Smash TV, ALXJ, Chris Hirose, Clint Stewart, Dilivius Lenni og Monello og DJ Nitin mætir aftur eftir að hafa slegið í gegn með b2b settið sitt frá Secret Solstice 2018 ásamt Ricoshëi og Vom Feisten.

Það skal tekið fram að til að gera hátíðina aðgengilegri fyrir sem flesta þá er boðið upp á dagspassa alla dagana auk þess sem miðaverð hefur verið lækkað. Þá eru í boði sérstakir barnamiðar. Fullt miðaverð í dag er 15.990 ISK og helst, þar til næstu tónlistarmenn verða kynntir til leiks á komandi vikum.

Næsta kynning á tónlistaratriðum er eftir örfáar vikur og því er um að gera að tryggja sér miða áður en verðið hækkar aftur.

Allar upplýsingar um Secret Solstice 2019 má finna á heimasíðu og Facebook-síðu tónlistarhátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“