fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Nýjar Fokk Ofbeldi húfur frumsýndar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 13:00

Króli (Kristinn Óli Haraldsson) Mynd: Saga Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UN Women kynnir nú Fokk ofbeldi húfuna 2019. Líkt og áður rennur allur ágóði sölunnar til verkefna UN Women og fæst húfan eins og fyrr í takmörkuðu upplagi en með breyttu útliti.

Landsnefnd UN Women á Íslandi fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni var útliti húfunnar breytt, FO merkið er stærra í ár og úr endurskini.  „Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfu tekur þú þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi sem og skammdegið á Íslandi í febrúar. Þetta er fjórða Fokk Ofbeldi húfan sem UN Women á Íslandi hefur sölu á,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Daníel Mynd: Saga Sig

„Ágóði Fokk Ofbeldi húfu sölunnar hefur runnið til verkefna UN Women víða um heim og vinnur að því að koma í veg fyrir og uppræta ofbeldi gegn konum, fræðir almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggir þolendum viðeigandi aðstoð. Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar voru í kynlífsþrælkun og þurftu að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær. Ágóði sölu Fokk Ofbeldi húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.“

Donna Cruz Mynd: Saga Sig

Fyrirsætur herferðarinnar eru Gabríel Jaelon Culver, Donna Cruz, Ísold Braga og Króli og ljósmyndarinn Saga Sig tók myndirnar.

Lögð var áhersla á að fá fjölbreyttan hóp fólks í yngri kantinum sem aðstandendur eru stoltir af að hafa í forgrunni herferðarinnar.

Undanfarin ár hefur húfan selst upp og hvetur Stella alla til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu og lýsa stolt upp myrkrið. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst á www.unwomen.is og í verslunum Vodafone sem jafnframt er bakhjarl herferðarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram