Elín María Björnsdóttir og Claes Nilsson hafa eignast dóttur.
Elín María varð landsþekkt þegar hún sá um Brúðkaupsþáttinn Já sem sýndur var á Skjá einum. Síðan þá hefur hún fengist við fjölbreytt verkefni og starfar hún nú hjá Marel.
Von var á barninu á Valentínusardaginn eða 14. febrúar, en dóttirin hefur ákveðið að drífa sig í heiminn.
„Í vikunni bættist Matilda í fjölskylduna. Öllum líður vel og við erum mjög hamingjusöm.“
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með dótturina.