fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fókus

Ragga nagli – „Það prumpar enginn regnbogum alla daga“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

„Hvernig ferðu að því að vera alltaf svona hress?“
„Þú ert aldrei þreytt“

Spurði góður vinur…..

Ó ef þú bara vissir elsku kallinn minn….

Ef Facebook síða Naglans er skoðuð lítur túttan út fyrir að vera með sinnep í rassinum.
Piparrót í handarkrikunum.

Hangandi á hurðarhúninum þegar ræktin opnar.
Urlandi fersk eins og nýbökuð normalbrauðsneið úr bakaríi Suðurvers.

En það er glimmerprump og glansmynd.

Facebook hefur ekki birt þér síþreytuna sem hefur herjað á skrokkinn undanfarin tvö ár.
Dimm þoka í heilanum
Vökustaurar á augnlokin til að komast í gegnum daginn.
Þreyta á ólympískan mælikvarða
Orkuleysi á Richterskala.

Dagarnir þegar er erfitt að vera fullorðinn.
Ryksugun óyfirstíganlegt verkefni.
Að velja kvöldmatinn eins og að skipuleggja fund í Sameinuðu þjóðunum.

Facebook birtir þér ekki morgnana þegar vaknað eins og borðtuska á Glaumbar þrátt fyrir 8 tíma svefn.

Dagarnir þar sem Naglinn barðist við tárin við það eitt að labba tröppurnar í ræktinni.
Mætt í ræktina af skyldurækni frekar en löngun.
Ætti að vera heima að sofa.
Sársaukaþröskuldurinn lágur.
Æfingar því eins og píslarganga Krists.
Bubbi og Egó og Fjöllin hafa vakað á rípít til að þræla sér í gegnum settin.

Kvíðahnúturinn sprottið eins og njóli á fjósvegg
Frjór jarðvegur fyrir neikvæðar hugsanir.
Ekki-nógan fengið að grassera.

Forseti vor gerði að umtalsefni í nýársávarpi að fátt er eins fallvalt og læk á Facebook.
Samanburður veldur minnimáttarkennd.
Samanburður er þjófur gleðinnar.

Instagram, Snapchat og Facebook er pastellitaður, filteraður og fótósjoppaður veruleiki.

Heimili vinanna eins og Hús og híbýli séu að koma í viðtal.
Flöffaðir púðar í Epalsófanum.
Nýbakaðar bollur skreyttar lífrænum graskersfræjum í Ittala skál á sprautulakkaða eldhúsborðinu.

Samfélagsmiðlar blasa við hinu nakta auga eins og Astrid Lindgren bók.
Börn valhoppandi íklædd hvítum hörklæðnaði í glampandi sólskini.
Allir hlæjandi og glaðir, vinsælir og tanaðir, hamingjusamir og duglegir.

Þú manst ekki hvenær þú skúraðir eldhúsgólfið.
Samsölubrauð hvílir tignarlega í brauðkassa úr IKEA.
Engin graskersfræ.
Þú átt mygluð chiafræ inni í skáp síðan í september þegar allt heilsustöff var á útsölu og þú ætlaðir að taka lífsstílinn í gegn….. en lífið þvældist fyrir þeim áformum.

Við berum okkur saman við tvívíðar verur á skjánum, og teljum okkur trú um að bak við filterinn sé fullkominn æðri kynstofn sem vakni á morgnana með rennislétta, flekklausa húð og glansandi augu.

En þú færð bara að sjá leikritið, ekki kaosið baksviðs.

Þú færð ekki að sjá strögglið og innri hatursorðræðunina. Þreytuna. Bugunina. Örmögnunina
Kvíðann. Stressið. Niðurrifið. Neikvæðu hugsanirnar.

Naglinn er ekki fullkominn frekar en aðrar mannlegar hræður og vill deila sögu sinni með fylgjendum sínum.
Án þess að skammast sín.
Berskjöldun er hugrekki.
Viðkvæmni er styrkur.

Það er auðvelt að fá augun full af ryki frá stöðuuppfærslum um hamrandi hressleika og drífandi dugnað og efast um að þú sért að gera nóg.

En það prumpar enginn regnbogum alla daga.
Það knúsar enginn hvolpa í nýju rúmi úr Betra bak.

Allir berjast við sína djöfla og drauga.
Heilsuspaðar á lendum netsins.
Mamma þín.
Snapchat stjarnan.
Hollywood leikkonan.
Alveg eins og þú.

 

 

 

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja

Hanna Björk og Arnar fundu frábæra lausn á forstofuvandanum sem margir foreldrar þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“

Hélt að hann væri hysterískur þegar læknarnir fundu ekkert að honum – Svo prófaði hann þetta „og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“