fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

Við getum andað léttar – Kitlan hafði ekkert með þáttaröð 8 að gera

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í þessum mánuð gaf HBO út kitlu fyrir áttundu þáttaröð Game of Thrones þar sem sjá má Jon Snow, Sansa Stark og Arya Stark.

Kitlan vakti eftirvæntingu og spenning hjá hinum fjölmörgu aðdáendum GOT sem bíða spenntir eftir þáttaröðinni, sem verður sú síðasta. Fjölmargar getgátur voru uppi um stytturnar sem sjást í kitlunni, mismunandi ásigkomulag þeirra og hvað þetta táknaði allt saman.

En nú er komið í ljós að kitlan hafði ekkert með þáttaröðina að gera.

Aðdáendasíða GOT, Winter Is Coming, benti á að Sophie Turner, sem leikur Sansa, hefði sagt á Coming Con ráðstefnunni í október síðastliðnum að atriði í komandi kitlu væru ótengd komandi þáttum.

„Við gerðum kitlu fyrir þáttaröð átta þar sem, ég veit ekki einu sinni hvort ég má segja frá þessu. En nei, hún hefur ekkert með þættina að gera, þetta er bara kynning. Það er stór stytta af mér, af Sansa og mig langaði eiginlega að hafa hana í garðinum í nýja heimilinu mínu. En þeir senda ekki frá Belfast til New York þannig að….“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem HBO platar aðdáendur þáttanna því fyrir þáttaröð sex birtist stikla sem sýndi andlit aðalpersónanna í Hall of Faces, sem hefði aðeins getað átt sér stað hefðu þær látist. Atriðið birtist ekki í neinum þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí