fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Söfnun fyrir Sigurð Sólmundar – Costco gaurinn lenti í skelfilegu bílslysi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Sólmundarson, sem er 41 árs, lenti í skelfilegu bílslysi 12. desember þegar hann fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á annarri bifreið. Sigurður brotnaði á báðum fótum, úlnliðsbrotnaði og var allur krambúleraður að eigin sögn.

Sigurður fékk viðurnefnið Costco-gaurinn eftir að stórverslunin opnaði hér á landi, vegna myndbandsbrota sem hann var duglegur að taka upp eftir ferðir sínar í verslunina og pósta í Facebook-hópinn „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.

Ljóst er að löng endurhæfing er framundan með tilheyrandi kostnaði og tekjumissi, en Sigurður var sjálfstæður verktaki þegar hann lenti í slysinu. Vinur hans, Sigurjón Pétur Guðmundsson, hefur nú komið af stað söfnun fyrir Sigurð, og vonast hann eftir góðum viðtökum með mætti Facebook. „Ef allir sem hafa sent honum kveðju og hugsað til hans, vinir og vandamenn sem eru aflögufærir um þó ekki nema einhverja þúsund kalla (einn þúsundkall er nóg;) margt smátt gerir stórt fyrir vin okkar Sigga sem á um sárt að binda þessa dagana.“

„Ég fékk þessa löngun til að safna fyrir vin minn Sigga vegna þess að ég veit að það er þröngt í búi hjá þeim feðgum,“ segir Sigurjón í samtali við DV. „Söfnunin hefur fengið þokkalegar viðtökur.

Söfnunin stendur yfir í tvær vikur og að henni lokinni Landsbankinn sjá um að millifæra söfnunarféð til Sigurðar.

Söfnunarreikningur er 0151-05-177 og kennitalan er 150868-3279.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife