Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sá ástæðu til að snappa úr gönguferð sinni á fjallið Þorbjörn við Grindavík núna um helgina.
Hér er ekki amalegt að vera. Uppi á Þorbirni hérna rétt við Grindavík, horfi þangað niður núna, í blanka logni og blíðu, með heiðan himinn, í sólskini, með gríðarlegt útsýni til allra átta, hvítt yfir öllu.
Þorbjörn er vinsæll áningastaður göngumanna, bæði heimamanna og annarra, enda tekur ekki langan tíma að ganga á fjallið, hvorki fyrir óvana né vana. Þegar á toppinn er komið tekur svo við gullfallegt útsýni yfir Grindavík, Bláa lónið og Reykjanesið.