Jón Gunnar Geirdal, eigandi Ysland og einn eigenda Lemon og Blackbox, og kærasta hans, Fjóla Katrín Steinsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og geðsviði LSH, eiga von á barni.
Fyrir á parið saman einn fjögurra ára son og Jón Gunnar son og dóttur úr fyrra sambandi. Fjórða barnið verður sumarbarn, en von er á því í júlí.
Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með bumbubúann.