fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Á að skella sér í verslunarferð til útlanda? Þá þarft þú að heimsækja þessa staði

Auður Ösp
Sunnudaginn 27. janúar 2019 19:20

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarferðir til útlanda eru sívinsælar á meðal Íslendinga og fer vart fækkandi þrátt fyrir óstöðugt gengi krónunnar og vaxandi aðsókn í netverslanir. DV tók saman stutta úttekt á þremur ólíkum stórborgum sem eiga það sameiginlegt að vera vinsælir áfangastaðir kaupglaðra Íslendinga.

Gdansk

Pólska hafnarborgin Gdansk hefur notið sívaxandi vinsælda á meðal Íslendinga undanfarin ár og þá ekki síst ef hugmyndin er að versla. Verðlagið í verslunum er töluvert lægra en hér heima og hefur úrval vinsælla verslanakeðja aukist hratt undanfarin ár.

Forum verslunarmiðstöðin var opnuð á seinasta ári og státar af 220 verslunum. Hönnunin þykir afar glæsileg og aðgengið þægilegt. Þar eru þónokkrar alþjóðlegar verslunarkeðjur í Forum sem ekki er hægt að finna annars staðar í Gdansk, og má þar nefna &Other Stories, MAC, New Look og Max Mara. Í Forum má einnig finna H&M, New Yorker, TK Maxx, Mango, Zara, Zara Home, Pull & Bear, Bershka og Stradivarius. Þar er einnig stærsta kvikmyndahús borgarinnar, Helios, ásamt fjölda veitingastaða og kaffihúsa.

Í Madison-verslunarmiðstöðinni, sem er í hjarta borgarinnar, er að finna rúmlega 100 verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og má þar nefna Reserved, Vero Moda, Top Secret, New Yorker, Orsay, Nike, Reebok og Levi’s.

Vert er að taka fram að í útjaðri borgarinnar er úrval vinsælla verslana töluvert meira en í gamla miðbænum. Stærstu verslunarmiðstöðvarnar eru staðsettar í Wrzeszcz-hverfinu, en hægt er að taka leigubíl eða sporvagn frá miðborginni og kostar farið sjaldan meira en rúmlega 1.500 krónur íslenskar.

Galeria Baltyka-verslunarmiðstöðin er sú stærsta en þar má meðal annars finna H&M, Espirit, Zara og The Body Shop auk matsölukeðja á borð við McDonald’s, Burger King og Starbucks. Matarnia Shopping Park er staðsett í rúmlega 10 kílómetra fjarlægð frá miðborginni og þykir róleg og þægileg. Þar má finna rúmlega 70 verslanir á borð við TK Maxx, Kappahl, H&M, Cubus  Smyk-leikfangaverslunina, C&A, auk Ikea-verslunar.

Í útjaðri borgarinnar má einnig finna fjölda útsöluverslana eða svokölluð „outlet“ þar sem hægt er að kaupa merkjavöru á töluvert lægra verði en gengur og gerist.  Í Designer Outlet Gdansk er til að mynda hægt að finna yfir 100 þekkt tískumerki á 30 til 70 prósenta afslætti. Þá skemmir ekki fyrir að verslunarsvæðið er afar skemmilega hannað og minnir helst á líflegt og litríkt  fiskiþorp.

Glasgow

Glasgow er sívinsæl fyrir verslunarferðir. Verðlagið er oft og tíðum töluvert lægra en hér  á klakanum og þá skemmir ekki fyrir að flugtíminn frá Keflavík er tiltölulega stuttur, eða tæpir tveir klukkutímar.

Style Mile eða „Gullna Zetan“ er aðalverslunarsvæði borgarinnar og tengir saman þrjár götur: Argyle Street, Sauciehall Street  og Buchanan Street. Á þessu svæði má finna allt frá dýrustu merkjabúðunum yfir í þekktar tískuvöruverslanir á borð við Primark, H&M, Apple, Next, Topshop, New Look, MAC, Zara, Gap og svo framvegis og svo framvegis. Þar er að finna verslunarmiðstöðvarnar St. Enoch og Buchanan Galleries. Stórverslanirnar Asda og Matalan hafa reynst vinsælar á meðal Íslendinga í gegnum tíðina en þar má meðal annars kaupa fatnað og varning fyrir heimilið á lágu verði.

Á Byres Road í West End má finna fjölmargar skemmtilegar „vintage“ verslanir, sérvöruverslanir, hönnunarbúðir og skemmtileg lítil kaffihús. Ingram Street er síðan þekkt fyrir lúxusverslanir á borð við Emporio Armani, Ralph Lauren, Bang & Olufsen og Harvey Jones.

Þeir sem hafa gaman af því að þræða flóamarkaði er bent á hin sögufræga Barras-markað sem starfræktur hefur verið frá því á þriðja áratug seinustu aldar. Svæðið samanstendur af inni- og útimörkuðum og fjölmörgum litlum verslunum og krám. Hér er á ferð „ekta flóamarkaður“ þar sem hægt er að kaupa nánast hvað sem er og stemningin svíkur engan. Markaðurinn er opinn frá 10 til 17 allar helgar.

Á milli búðaferða er síðan tilvalið að kíkja á eitthvert af hinum fjölmörgu söfnum í borginni, þar sem aðgangur er ókeypis. Þá er jafnvel hægt að skella sér yfir til Edinborgar, en lestarferðin tekur innan við klukkustund.

Boston

Úrval verslana þykir einkar gott í amerísku stórborginni og ekki skemmir verðlagið fyrir, en vert er að benda á að enginn söluskattur er á fötum undir 175 dollurum og aðeins 6,25 prósenta söluskattur er á öðrum varningi.

Í Cambridge Side Galleria-verslunarmiðstöðinni má finna allar helstu tískuvöruverslanir eins og H&M, Forever 21, Sephora, Banana Republic og Old Navy. Í Copley Place og Prudential Center er síðan að finna dýrari merkjavöruverslanir á borð við Louis Vuitton, Saks, Barney’s, Christian Dior og Jimmy Choo.

Harvard Square er einstaklega lifandi og skemmtilegt svæði og þar má einnig finna fjölmargar fataverslanir og sérverslanir svo ekki sé minnst á bókabúðirnar.

Þeir sem kjósa verslunargötur frekar en „mollin“ ættu að kíkja á Newbury Street í miðborginni en þar má finna fjölmargar þekktar verslanir og veitingastaði. Auk þess þykir gatan einstaklega falleg og sjarmerandi. Downtown Crossing-verslunarhverfið er síðan í næsta nágrenni við Newbury Street en þar má finna fjölmargar þekktar bandarískar stórverslanir á borð við Macy’s, Marshalls og T.J Maxx auk tískuvöruverslana á borð við H&M, Aldo og Thomas Pink. Primark-verslunarkeðjan, sem nýtur mikilla vinsælda meðal Íslendinga hefur einnig opnað þar útibú.

Á Charles Street má finna skemmtilegar antíkverslanir og sérverslanir auk minjagripaverslana en gatan er staðsett á Beacon Hill-svæðinu þar sem gaman er rölta um og virða fyrir sér fallegan arkitektúr og sjarmerandi götur.

Þeir sem vilja kíkja á markaði ættu að skoða Quincy Market (Faneuil Hall Marketplace) sem staðsett er í miðborginni þar sem hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar: fatnað, merkjavöru og antíkmuni, auk þess sem þar er að finna afar skemmtilegan matarmarkað. Á Haymarket útimarkaðnum er að finna gífurlegt úrval af matvöru beint frá býli en það er ekki síst iðandi mannlífið og fjörug stemming sem trekkir að.

Svokölluð „outlet“ þar sem hægt er að gera reyfarakaup á vöru gærdagsins eru þekkt fyrirbæri í Ameríku. Reynsluboltar í Boston-verslunarferðum mæla með dagsferð í Wrentham Village Premium Outlets. Þetta litla verslunar-„þorp“ er staðsett  í rúmlega klukkustundar aksturs fjarlægð frá miðborg Boston og á flestum hótelum er hægt að fá skutlu eða svokallaða „shuttle“ á staðinn. Þarna er að finna yfir 170 verslanir og hægt að gera virkilega góð kaup á merkjavöru, svo sem Calvin Klein, Burberry, Nike, Ann Taylor, DKNY, Swarovski og svo mætti lengi telja. Í leiðinni má síðan nota tækifærið og kíkja í South Bay Mall-verslunarmiðstöðina í næsta nágrenni en þar má finna allar helstu stórverslanir á borð við Target, Old Navy og TJ Maxx.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger